Júró

euroÞá er Eurovision geðsýkin byrjuð.  Verð að viðurkenna að það að hafa þetta 3 kvöld í sömu vikunni dregur nú töluvert úr gleðinni.  Aldrei er góð vísa of oft kveðin sagði einhver, en ef vísan er jafn slök á þessi keppni þá gildir ekki alveg sama lögmál.  Hluti af Eurovision er líka að borða djúsí mat og fullt af nammi og flögum og þegar þetta er að verða daglegt brauð, fer sjarminn pínu af því að sitja upp í sófa og troða sig út eins og svín. 

Á mínum yngri árum var ég afar mikill Eurovision aðdáandi.  Ég tók allar keppnirnar upp á kasettur og hlustaði á þær aftur og aftur í vasadiskóinu mínu.  Tók svo reyndar yfir þær þegar gelgjan færðist yfir.  Þyrfti líklega 3 kasettur ef ég vildi taka þetta upp í dag.  Ef það eru þá til kasettur lengur.

En maður heldur nú auðvitað með sínu liði þó ég dauðskammist mín að vissu leyti fyrir þau þarna aflituð og kaffibrún með eitthvað næntís júrótrass popp.

Svo getur maður líka alltaf haldið með líklegri vinningshöfum eins og Svíum enda Svíþjóð mitt fyrrum heimili.  Alltaf skemmtilegra að vera í vinningsliðinu! Verst hvað hún er pirrandi pæjan þaðan, næstum eins og Eurobandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband