Verð ekkert annað en pirruð þegar ég sé svona fréttir. Djöful á fólk allt of mikinn pening ef það getur notað því sem nemur hálfum mánaðarlaunum láglaunafólks í e-ð krem sem gerir hvort eð er ekkert gagn. Það ætti augljóslega að taka af svona fólki fjárforræðið þar sem það hefur greinilega engan skilning á gildi peninga. Nú eða að gefa peninginn til Mæðrastyrksnefndar og kaupa sér túbu af Nivea kremi í Bónus í staðinn.
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Andlitskrem frá No7 var valið besta hrukkukremið af neytendum víðsvegar í Evrópu og það kostar einungis 20 evrur. Væri líka forvitnilegt að vita hvaða gríðarlegu rannsóknir liggja að baki þessa rándýru krema. Nýju fötin keisarans...
Habbý (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:34
sammala ykkur Habby.... Nýju fötin keisarans... ;o)
lolop (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:57
Habbý greinilega búin að kynna sér hrukkukremsmarkaðinn! Viðurkenni að hafa eitt sinn keypt mér hrukkukrem, leið bara svo bjánalega að ég hef ekki endurnýjað kaupin. Notaði líka eitt sinn augnkrem sem ég fékk frá ömmu, sem átti að varna hrukkumyndun. Sveið svo í augun og táraðist í tíma og ótíma þannig að ég ákvað að það væri skárra að fá hrukkur en þróa með sér einhvern hræðilegan augnsjúkdóm.
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 26.10.2007 kl. 08:26
Ég sá nú einmitt könnun í einhverjum þætti um daginn þar sem konur prófuðu rándýr krem og inn á milli var laumað Nivea kremi, og hvað var kosið með bestu virknina? jú auðvitað ódýra Nivea kremið. Þó voru ekki nema 39% sem fannst það eitthvað virka (frekar en hin) enda er ólíklegt að krem geti látið hrukkur eða appelsínuhúð hverfa. Og ég keypti líka eitt stk hrukkukrem í fyrravetur bara til þess að geta sannreynt að þetta virkar ekki neitt og viti menn -það tókst!
Stína (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.