Negrastrákarnir (finnst jafnvel erfitt að skrifa þetta orð!)

negrastrNú hefur verið endurútgefin bókin Tíu litlir negrastrákar eins og hefur e.t.v. ekki farið fram hjá mörgum sem hafa aðgang að íslenskum fréttum.  Ástæðan fyrir endurútgáfunni er að þessi bók á að heita menningarverðmæti sökum myndskreitinga hennar.  Ekki ætla ég nú að efa það að myndirnar séu vel unnar en engu að síður er ég afar hneiksluð á þessari útgáfu.  Ég stóð í þeirri trú að orðið negri væri eitthvað sem almenn sátt ríkti um að nota ekki.  Veit ekki betur en að negrakossar séu ekki lengur til því ósmekklegt þótti orðið.  Því finnst mér sérlega merkilegt að gefin sé út bók árið 2007 þar sem talað er um negra og ekki nóg með það heldur eru þeir hver öðrum heimskari.  Þar sem börn eru einföld grey er líklegt að þau fari að kalla svörtu krakkana á leikskólanum sínum negra og álíta þá jafnvel heimskari en hina krakkana, svona eins og negrastrákarnir í bókinni. 

Það merkilega finnst mér þó að bókaútgáfan er voðalega hissa á neikvæðum viðbrögðum fólks í garð þessarar augljóslega rasísku bókar.

Annars er ég svo sem ekkert sérlega viðkvæm fyrir ákveðnum orðum.  Ég nota orðið svertingi enda finnst mér ekki niðrandi að vera kölluð hvítingi sem ég er og svo segi ég líka þroskaheftur sem þykir eflaust ekki fínt.  Ég er ekkert hrifin af algjörri ritskoðun í málnotkun en tel nú þó að augljóst sé að negri sé eitthvað sem ekki ætti að nota, hvað þá í barnabókum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Anna. Hvað þýðir orðið Negri og hvers vegna er það niðrandi??Spyr sá sem ekki veit..kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.10.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Það er ekki orðið sjálft heldur hvernig það hefur verið notað, augljóslega sem niðrandi orð.  Það eru ekki orðin sem eru ljót heldur merkingin sem liggur að baki

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 26.10.2007 kl. 10:03

3 identicon

Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér. Mér finnst ekkert að orðinu sjálfu, þ.e. negri, (finnst það raunar frekar fallegt) en það er orðið svo neikvætt gildishlaðið vegna fordóma, fávisku og asnaskapar mannanna að orðið er ónýtt. Ég er alveg sammála þér að þessi bók á ekkert erindi til barna, eða í endurútgáfu ef út í það er farið. Myndin sem dregin er upp í henni er svo ótrúlega röng að maður nennir varla að ræða þetta einu sinni!

Hrund (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:06

4 identicon

Ja tetta med negrastrákana,hef ég aldrey hugsad um sem eithvad nidrandi.

En ég er nú komin á sextugsaldurinn.Minnir ad ég hafi lika séd einhverja

adra bók tar sem teikningarnar voru ad sætum litlum svertingastrákum?

En hvad med dvergana sjø,er tar ekki líka verid ad gera grín af fólki.Held

ad vid vedum ad passa adeins ad gera tetta adekki ad einhverju múhamesmáli.Skil sammt ekki hvad er verid ad tala um tessa bók sem

eithvad menningarvermæti Íslensku tjódarinnar.Ætti frekar ad endurvekja

hana Búkollu

Frida frænka (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 18:09

5 identicon

Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leyti, að þegar sá hópur sem um er rætt verður almennt fyrir aðkasti vegna útlits eða uppruna, þá er það gjörsamlega fráleitt að gefa út bók -og það fyrir börn, þar sem hver á eftir öðrum deyr sökum fávisku eða annars. Alveg sama þótt bókin héti tíu litlir svertingjar / afríkanar / afrískir ameríkanar eða annað.

Ég var lítill rauðhaus í æsku, og það var prentað inn í mig í gegnum bækur að ég væri í einhvers konar hópi "öðruvísi krakka, ljót og leiðinleg" og það var ekkert gaman eða gott, en þó var ég heppin að hafa ekki verið talin heimsk eins og litlu negrastrákarnir. Svo það skal enginn segja mér að þetta hafi ekki áhrif á litlu krakkana, þá hvítu eða svörtu, að lesin sé svona bók fyrir þá.

Stína (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 12:14

6 identicon

Politisk retthugsun getur verid nett threytandi, en i thessu tilfelli held eg ad hun eigi mjog vel rett a ser eins og stina skyrir mjog vel. Thad a ekki ad gera litid ur ahrifum sem ordreadan hefur.

Annars hef eg att miklar umraedur vid tvaer vinkonur minar af lit (er thetta ekki pent ordad) um n-ordid. Eg var ad reyna ad halda thvi fram ad thad aetti bara ad snua upp a ordid og haetta ad lita a thad sem nidrandi. Ad vinir minir 50 cent of felagar vaeru bara ad gera goda hluti med ad kalla hvern annan n..... i tima og otima. Ad their gaetu gefid ordinu nyja merkingu og allir sattir. Eins og ad mer fannst ekki ad thad aetti ad berjast gegn notkun ordsins druslu heldur frekar haetta ad lita a thad sem eitthvad slaemt og vera stoltar af frjalslyndi okkar. Vinkonur minar voru ekki par sammala, rot n-ordsins liggur vist aftur i thraelahald og thydir ekki bara madur med dokkan hudlit heldur eitthvad meira og verra og theim fannst thar ad auki 50 cent og co ekki gafulegir talsmenn svartra. Eg vard ad jata mig sigrada. Eg hef thann grun, ad ordid negri eigi svipada sogu... en veit ekkert um thad, ma ekki googla thetta??

Solrun (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:24

7 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Góð innlegg stúlkur mínar, gott að eiga svona klára vini (jafnvel þó þeir kalli 50 cent vin sinn)

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 29.10.2007 kl. 11:13

8 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Svo aðeins í sambandi við þetta;

Mér finnst stórkostlega kaldhæðnislegt að á sama tíma og í góðu lagi þykir að gefa út svo augljóslega rasíska bók er verið að endurútgefa Biblíuna í nýrri og pólitískt réttari þýðingu.  Ég veit ekki um ykkur en mér þykir nú Biblían merkilegra rit en einhver gömul barnabók, þó svo að mér finnist Biblían auðvitað algjört kjaftæði.  En ef það þykir óviðeigandi að hafa uppi niðrandi orð um t.d. samkynhneigða í trúariti sem á að vera árhundruða gömul, af hverju er þá í lagi að gefa út barnabók um negra?

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 29.10.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband