Finninn farinn

Vinsældarnir eru hríðfallandi svo ég held að mínir gömlu lesendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að verða rakkaðir niður í kommentakerfinu.

Finninn fór í morgun svo nú er ég orðin ein á ný.  Hefði ekki verið hægt að vera betri eða þakklátari gestur og fannst henni ég auðvitað besti gestgjafi í heimi.  Enn á ný var þjóðremba mín styrkt af útlendingum en henni fannst Ísland fallegasta og besta land í heimi, Akureyri fallegasti bærinn og fólkið það almennilegasta.  Hún hitti auðvitað næstum því bara mína vini og fjölskyldu svo það er kannski ekki skrítið að hún hafi heillast enda betra fólk varla hægt að finna.

Aðeins einu sinni skammaðist ég mín fyrir Akureyri.  Ætlaði auðvitað að sýna henni næturlífið og dröslaðist því neðar í bæ en venjulega, sem sé út af Karólínu og niður á Kaffi Akureyri.  Hélt að það yrði fullt af stuðlegu ungu fólki þar að dansa við Gaggó Vest og aðra slagara sem virðast vera á replay á þessum stað.  Það sem við blasti var hins vegar afar sorgleg sjón.  Hálftómur staður af ógæfufólki sem sat og sötraði öl með fýlusvip á vör.  Í stað sætu litlu menntaskólastrákana sem eru vanir að hanga þar voru það miðaldra rússneskir sjómenn sníkjandi eld sem mest bar á.  Skildi þá af hverju ég bý ekki á Akureyri.

Skelli örugglega einhverjum myndum hér inn þegar ég kem heim úr vinnunni í dag ef ég nenni að drusla mér til þess á kaffihús með þráðlausu neti.  Kjallaraholan enn netlaus og Skjás eins laus.  Held ég verði að eignast einhver önnur áhugamál en að glápa á sjónvarp og hanga á netinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rámar í að hafa hitt þig og finnann inni á þessum ógæfustað. Vona samt að ég hafi ekki hagað mér eins og einhver barbarískur rússasjóari.

Villi (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Nei nei, þú varst mjög prúður og góður fulltrúi Akureyringa, restin hins vegar rusl!

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 3.6.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband