Færsluflokkur: Bloggar
Bloggar | 4.3.2010 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 30.7.2008 | 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var að fá þau skilaboð að álagningarseðlarnir verði birtir seinni partinn á morgun. Þar sem ég bjó ekki á Íslandi allt síðasta ár hef ég af einhverjum ástæðum ekki getað fengið bráðabirgðaútreikning. Ég bíð því milli vonar og ótta hvað mun gerast á morgun. Fæ náttúrulega einhverjar vaxtabætur en að sama skapi borgaði ég engann skatt fyrri hluta árs af einhverjum ástæðum svo þetta getur farið á báða vegu. Svolítið spennandi...
Bloggar | 29.7.2008 | 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Horfði á ótrúlega þunglyndislegan þátt í gær. Var búin að sjá hann auglýstan og ákvað þá að gera ekki sjálfri mér að horfa á þetta. En svo nennti ég ekki að gera neitt annað en að glápa á sjónvarpið og horfði því á heimildarþáttinn, Human footprint. Þessi þáttur fjallar um það hvað hver einstaklingur (vestrænn að sjálfsögðu) skilur eftir sig á einni ævi af alls kyns dóti og drasli. Mér finnst það viðurstyggð að hver og einn geti hent þessu ógrynni af umbúðum, notað svona ógeðslega mikið af klósettpappír og drukkið svona viðbjóðslega mikinn bjór. Og það ótrúlega við þetta allt saman er að við séum ekki syndandi í rusli allan liðlangan daginn. Hvert fer allt þetta drasl?
Við erum orðin svo sjúklega firrt í neyslu að það vekur mér viðbjóð. Veit ég vel að ég er ekkert skárri en þið hin og það vekur mér óhug. Hvað skal gera? Flytja í helli og borða pöddur? Veit ekki. Finnst samt alveg að koma tími á að við hættum að kaupa svona mikið drasl, kannski kreppan góða hjálpi okkur aðeins við það...
Bloggar | 29.7.2008 | 09:45 (breytt kl. 13:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átti góðan letidag í gær og rölti á Borgarbókasafnið og tók þar bíómyndir til leigu eða réttara sagt láni þar sem það kostar ekki neitt! Tók þar góðan klassiker sem ég hafði ekki séð áður, American Gigolo með Richard Gere. Svo virðist mér sem Gere sé afar hrifinn af lífi vændisfólks því í þessari mynd lék hann einmitt vændismann og hver man ekki eftir Pretty woman þar sem Julia Roberts var hin lukkulega hóra sem nældi sér í vændiskaupandann Gere. Hvað getur verið meira rómantískt en það? Í Gigolo myndinni gerðist meira og minna það sama og í Pretty woman; kona ein keypti Gere og svo urðu þau afskaplega ástfangin. Það er sem sé gott að vera í vændisbransanum, greinilega góðar líkur á því að komast á séns!
Bloggar | 28.7.2008 | 10:43 (breytt kl. 10:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, einhverjir hafa kvartað yfir bloggleysi og reyni ég því að bæta úr því. Hef samt einhvern veginn fengið ógeð á öllu þessu bloggdóti. Nenni eiginlega ekki að lesa blogg lengur og hvað þá að skrifa þau. Er líka eitthvað áhugalaus um fréttir sem og um slúður af frægu fólki sem stytti mér áður oft stundirnar. En það sem ég er ekki orðin áhugalaus um eru sápuóperur! Nú hefur Skjár einn tekið upp á því að sýna gæðaþættina Dynasty, sem eru einmitt á sama tíma og fréttir. Hvort velur maður, gott sápudrama eða leiðindafréttir sem segja ekki frá öðru en hvað allt er að fara til fjandans? Ekki erfitt að velja. Eins og heyra má er líf mitt orðið afar innihaldsríkt og spennandi!
Annars sit ég hér í vinnunni í hálf tómu húsi því allir eru í fríi, nema ég. Tel niður dagana þar til ég sjálf kemst í frí og fer til Portúgal í góðum félagsskap og svo til London á eftir. Ekki slæmt það. Ekki oft sem ég og þessar vinkonur mínar sem búa út um hvippinn og hvappinn, förum eitthvert saman.
En alla vega, nú er ég búin að skrifa eins og eina færslu, reyni að koma með eitthvað betra síðar!
Bloggar | 23.7.2008 | 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skrapp í helgarferð til Akureyrar og átti góða helgi með fjölskyldunni. Alltaf er nú gott að koma í sinn heimabæ þó djöful sé maður nú búinn að fá leið á þessari ansans leið. Lentum svo í lífsháska á leiðinni og komst ég að því hversu bjartsýn ég er á dauðastundu. Lentum nefnilega í lausamöl og spýttumst fram og tilbaka á veginum en mikil mildi var að enginn bíll kom á móti því þá hefði ég líklega ekki verið til frásagnar. Á meðan eldri systir mín hugsaði allan tímann meðan á þessu stóð (kannski svona 3 sekúndur) að nú væri öllu lokið og aumingja mamma og pabbi að missa allar dæturnar á einu bretti, hugsaði ég með mér að þetta myndi allt reddast. Sú yngsta sat við stýrið og hugsaði ekki um annað en að komast á malbikið. Frekar óskemmtilegt engu að síður en á eftir hlógum við í taugaveiklun að þessu.
Þetta varð fínasta helgi þar sem maður gerði þetta hefðbundna, fór í heimsóknir, á Glerártorg, á Karólínu og á hestbak, sem ég hef reyndar ekki gert í 1 ár. Það breytti nú engu þó langt væri liðið frá síðasta reiðtúr því Gráni gamli er sjálfstýrður og maður þarf ekkert að gera.
Annars tók ég eftir einu við Akureyri sem er nýtt síðan ég bjó þar. Það eru öll trampólínin. Er nokkuð viss um að Akureyringar eiga heimsmet í eigu á svoleiðis hoppudóti. Merkilegt alveg hreint, þetta var nánast í hverjum garði. Hin akureyska kynslóð framtíðarinnar verður sem sé með vöðvamikil læri eftir allt hoppið á sumrin og nautsterka þumla eftir tölvuleikjaspil vetrarins.
Bloggar | 8.7.2008 | 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 3.7.2008 | 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ótrúlega sorglegt. Við erum orðin sérfræðingar í að skjóta dýr í útrýmingarhættu. Svo sem ágætt að vera góð í einhverju.
Bloggar | 18.6.2008 | 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jiii, þetta er svo spennó, kominn annar ísbjörn. Þá verður gaman að sjá hvort öðruvísi verður farið að í þetta skiptið þar sem nú hljóta allir að vera með á hreinu að til eru deyfiefni í landinu. Það hlýtur svo að vera hægt að fljúga með hann til heimkynna sinna, enda var hægt að fljúga með heilan háhyrning á sínum tíma. Haldið alla vega aftur af blóðþyrstu Húnvetningunum, þeir eflaust komnir með blóðbragð í munninn af spenningi.
Bloggar | 16.6.2008 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)