Versta djobb í heimi?

prinsDjöful held ég að það sé leiðinlegasta starf í heimi að vera kóngafólk, nú eða sýndarmennskuforseti.  Að ferðast um í opinberar heimsóknir og allir ætlast til að þú sýnir hverjum einasta krakka sem veifar þér athygli og sért að springa úr æsingi yfir þeim sögum sem þér eru sagðar af heimamönnum.

Þegar ég horfði á fréttir í gær og sá fyrrum draumaprinsinn minn hann Frederik og konuna hans hana Mary rölta um Þingvelli í þunglyndislegum rigningarsudda, vorkenndi ég þeim óheyrilega.  Þarna var Sigurður Líndal að fræða þau um hvar þingin höfðu verið haldin og hvar nákvæmlega sá sem hafði orðið hefði staðið þegar hann talaði.  Aumingja Mary reyndi eitthvað að sýna þessu áhuga með því að spyrja Sigurð einhvers út í þetta afar áhugaverða atriði. 

Þegar ég er að ferðast til nýrra staða er ég svo sem alveg áhugasöm, svona fyrst um sinn, en þegar maður er búin að sjá hverja kirkjuna og kastalann á fætur öðrum fer sjarminn nú eitthvað að fara af þessu.  Og ekki geta þau nú gert þetta bærilegra með því að skvetta í sig, því það hæfir ekki fínu kóngafólki.

Ég fagna því þess vegna í dag, að hann Frederik blessaður hafi aldrei sýnt mér neinn áhuga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki djobb, þetta eru útvaldir súperofuröryrkjar.
Mörg samfélög finna þörf fyrir að velja sér slíkt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband