Vorið?

Nú er ég loksins komin á sumardekkin.  Það ku víst vera komið sumar.  Af hverju er þá svona hvasst og ógeðslega kallt?  Ekki álitlegt að hjóla á sumardekkjunum fínu í þessum kulda.  Þá er nú ljúfara að þeysast um á nöglunum í frosti og logni. 

Er annars að fara til London á morgun, svo það mætti alveg eins snjóa hér á meðan mín vegna því að í London er bongóblíða.  Leiðinlegt fyrir ykkur hin.  Hef annars verið að fylgjast spennt með genginu síðustu vikurnar.  Mér líður eins og einhverjum hlutabréfaplebba þar sem ég gái oft á dag hvernig krónan stendur gagnvart pundinu.  Og þó ég viti ekki mikið um þessi mál, veit ég þó að á þessum síðustu og verstu tímum fæ ég færri brækur í H&M en ég hefði fengið fyrir 2 mánuðum.  Og það er ekki gott. 

Get þó alltaf setið bara úti í sólinni og drukkið bjór, því að bjórinn í útlöndum er alltaf ódýrari en á Íslandi, sama hvernig gengið stendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

akureyringar og brækurnar þeirra....

hlakka til að fá þig heim

. (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 17:22

2 identicon

Jeyj áfram Anna systir (eins og þú ert í daglegu tali nefnd af vinkonum systur þinnar og ekki bara mér) gott að þú ert farin að tuða aftur, thank heaven. Vona London hafi verið góð spurning um að fá þaðan slúður í næstu barferð, þegar Elma systir er búin í prófum.

Rut (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband