Undirmaðurinn ég

Þið vitið hvað það getur verið erfitt að byrja í nýrri vinnu.  Alla vega þykir mér það ekkert spes.  Maður er stressaður yfir því að yfirmaðurinn sé leiðinlegur og fúll.  Á morgun er ég að fara að vinna nýja vinnu og yfirmaður minn er einmitt 8 árum yngri litla systir mín.  Hún er svo sem ekkert leiðinleg og fúl (nema stundum) en það er samt óneitanlega dálítið hallærislegt að hún verði yfir mér.  Er að fara að vinna í fatabúð í fyrsta skipti á ævi minni, bara sem greiða við verslunarstjórann systur mína sem vantar starfsfólk.  Fæ greitt í fötum sem er ekki slæmt svona til að sleppa við skattinn.  Ætti kannski ekki að vera að auglýsa skattsvikin svona á almennum vettvangi. 

En ég sé þetta alveg í anda.  Ég kann ekki neitt og verð að spyrja hana allan daginn hvernig á að stimpla inn í kassann eða ná í buxur í öðru númeri og hún litla dýrið með yfirmannahroka að pirrast á mér, gömlu systur sinni.

Ég hef svo sem alltaf það tromp á hendi að geta fleygt henni á götuna, þar sem ég er nú leigusalinn hennar.  Það er því eins gott að hún verði góð við vitlausu mig.

Þennan gjörning má bera augum milli 11 og 16 í Dorothy Perkins í Smáralind.  Svona fyrir áhugasama!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig gekk vinan? Ertu ordin feiknaflink a kassann??

Solrun (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 08:19

2 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Var bara asskoti góð, seldi þarna hægri vinstri.  Dagný ljúf sem lamb og ekkert pirr á mér!  Besta var svo að mega velja sér fullt af fötum í lok dags, miklu skemmtilegra en að fá bara peninga

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 13.5.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband