Jæja, einhverjir hafa kvartað yfir bloggleysi og reyni ég því að bæta úr því. Hef samt einhvern veginn fengið ógeð á öllu þessu bloggdóti. Nenni eiginlega ekki að lesa blogg lengur og hvað þá að skrifa þau. Er líka eitthvað áhugalaus um fréttir sem og um slúður af frægu fólki sem stytti mér áður oft stundirnar. En það sem ég er ekki orðin áhugalaus um eru sápuóperur! Nú hefur Skjár einn tekið upp á því að sýna gæðaþættina Dynasty, sem eru einmitt á sama tíma og fréttir. Hvort velur maður, gott sápudrama eða leiðindafréttir sem segja ekki frá öðru en hvað allt er að fara til fjandans? Ekki erfitt að velja. Eins og heyra má er líf mitt orðið afar innihaldsríkt og spennandi!
Annars sit ég hér í vinnunni í hálf tómu húsi því allir eru í fríi, nema ég. Tel niður dagana þar til ég sjálf kemst í frí og fer til Portúgal í góðum félagsskap og svo til London á eftir. Ekki slæmt það. Ekki oft sem ég og þessar vinkonur mínar sem búa út um hvippinn og hvappinn, förum eitthvert saman.
En alla vega, nú er ég búin að skrifa eins og eina færslu, reyni að koma með eitthvað betra síðar!
Athugasemdir
Alltaf gaman ad glapa a sapur... en eg er einmitt ny byrjud ad hafa ahuga a sludri um fræga folkid, eda a.m.k hef eg allt i einu fengid mikinn ahuga a JoliePitt... tviburunum... ja, eg er farinn ad telja nidur dagana til ljufa lifsins i O Porto ;o)
Thorhildur (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.