Ísbjarnarblús

bangsiÉg veit að í fréttum er stanslaust verið að sýna mannlega harmleiki en ísbjarnarfréttin í gær fékk þó mest á mig af öllum þeim fréttum sem ég hef horft á.  Ég veit ekki af hverju mér finnst erfiðara að horfa á ísbjörn skotinn heldur en að sjá börn liggjandi í blóði sínu á stríðshrjáðum svæðum. Kannski segir það eitthvað um skítlegt eðli mitt.  Hvað veit ég.

En að sjá þessa helvítis kalla í camouflage með byssur, ótrúlega stollta að stilla sér upp fyrir framan líkið af bangsa til myndatöku, fékk mig til að nötra af reiði.  Djöful hljóta þeir að hafa verið spenntir að fá að skjóta ísbjörn, eflaust draumur byssuóðra veiðimanna að fá að plamma niður villt rándýr.

Skömm sé umhverfisráðherra og öllum þeim sem komu nálægt þessu ömurlega máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég er reyndar ótrúlega sammála þér. Þetta var að meira að segja í fréttunum hérna á DR í kvöld. Erum við búin að gleyma honum Knút litla?? Við hefðum getað notað tækifærið og bjargað bangsa og verið hetjur í augum heimsins :) Nei annars þá er greyið hann Knútur víst snargeðveikur og má því segja að við höfum hlýft þessum bangsa fyrir því hehe.

Frétt sem fór rosalega illa í mig er þegar það fannst lítil nýfædd stelpa vafinn inn í handklæði og plastpoka, allt bendir til þess að hún hafi verið alheilbrigð og skilin eftir lifandi í garði í Horsens þar sem hún svo lést ein og yfirgefin. Hversu sorglegt er það!! Fékk illt í mitt litla hjarta.

Kristrún (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Já, það var ótrúlega sorgleg frétt, en þegar maður sér það ekki í beinni liggur við þá verður maður ekki eins meir, þó auðvitað sé það að skilja barn eftir í plastpoka mun meiri harmleikur en að ísbjörn sé skotinn. 

En hér að ofan er einmitt mynd af honum Knúti litl, áður en geðið fór að stríða honum!

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 5.6.2008 kl. 08:32

3 identicon

Thetta ømurlega mal koma lika mjøg illa ut i fjølmidlum her... thad var ekki til deyfilyf a landinum, thess vegna vard ad skjota hann! Ekki til deyfilyf... hvada ASNAskapur er thad?!! Thad hlytur ad vera til deyfilyf... er ekki alltaf verid ad nota thad i øllum adgerdum...? Thad mætti halda ad Island væri illa statt throunarland... Eda var thetta bara einhver halvitaleg avsøkun fyrir ad drepa saklaust dyr til gaman...

Thorhildur (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Það kom í ljós að allar græjur voru til að deyfa aumingja dýrið en ekki var leitast eftir þeim hjá þeim manni sem þær átti.  Þannig að hillabilliarnir í Húnavatnssýslu gátu óáreittir skotið bangsa og svo verður hann stoppaður upp en kjötinu auðvitað fleygt því það er bannað að selja kjöt af dýrum í útrýmingarhættu.  Það má víst bara skjóta þau!

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 6.6.2008 kl. 13:16

5 identicon

Púff...ja hvað skal segja.  Það er kannski bölvuð hræsni í mér að kommennta á þetta mál það sem ég hef í gegnum tíðina íklæðst felubúningi og skotið villt dýr en mér fannst þetta mál allt hið vandræðalegasta fyrir Íslendinga og uppstillingin hjá skyttunum alveg til að kóróna klúðrið.

Auðvitað átti bara að monitora hreyfingar dýrsins og láta sækja deyfilyfið og byssuna sem þarf til að skjóta því eða egna fyrir Bjössa og svæfa hann þannig í stað þess að plamma hann strax. Þá hefðu Íslendingar hlotið góða auglýsingu í heimspressunni sem dýravinir og öðlingar hinir mestu...sem við erum að sjálfsögðu ekki upp til hópa en það er annað mál.

Það má svo á móti spyrja sig hver umræðan í þjóðfélaginu hefði orðið ef Bangsímon "litla" (sem getur orðið allt að 500 kíló að þyngd og hlaupið á sextíu kílómetra hraða á klukkustund) hefði allt í einu dottið í hug að bregða sér bæjarleið og skrölta niðrá Sauðárkrók, brjótast inn í leikskólagirðinguna þar during outside playtime og snæða einn lítinn strák, nú eða feitann leikskólakennara þess þá heldur, svangur eins og hann var víst samkvæmt krufningarskýrslunni. Þá er ekki víst að þú hefðir hugsað um Knút litla sem ég held að hafi ekki endilega bara veikst á geði heldur hafi mörg þúsund ára gamalt eðli þessa stærsta rándýrs á jörðinni sagt til sín. Nei, þá held ég að setningin "af hverju var hann ekki skotinn strax??" hefði ómað í bloggheimum sem og í öðrum fjölmiðlum.

Það eru víst alltaf 2 hliðar á peningnum ekki satt?
Klúður engu að síður.

Kveðja,
JGB

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Já, það hefði nú verið klúður ef bangsi hefði étið einhvern, það er alveg rétt en það hlyti nú að hafa verið hægt að fæða hann á einhverju öðru en krökkum þangað til að deyfingin hafi verið komin í hús.  Skil samt alveg hvað þú ert að fara! 

En þú getur ímyndað þér að mér hafi þótt erfitt að horfa á sætan ísbjörn plammaðan niður þegar mér þykir erfitt að horfa á slímugan fisk á öngli barinn til dauða við stein...

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 9.6.2008 kl. 09:06

7 identicon

Já ég skil þig mjög vel. Sjálfum þótti mér mjög erfitt að sjá ísbjörninn skotinn sér í lagi þar sem þeir hittu ræfilinn illa og fysta skot hjá þessum trigger happy Húnvetningum fór í framloppuna á honum þannig að hann datt framfyrir sig.
Vont mál, vont skot og vont PR moove.

Hörmulega illa að málum staðið og Umhverfisráðherra með allt niðrum sig hlýtur að vera niðurstaða þessa máls.

Kveðja af Grensás Asylum,

Jón Gunnar.

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband