Raus

Helgin löngu liðin en hún var góð.  Byrjaði á kokteilboði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á Kjarvalsstöðum þar sem maður reyndi að vera kúltiveraður og sötra létt á veigunum.  Eitthvað fór það mis og endaði með að ég bauð öllum vinnufélögunum í partí í litlu íbúðina mína.  Þótti það sérlega góð hugmynd þá en ekki svo mjög daginn eftir þegar þrifin tóku við. 

Skundaði svo á Skólavörðustíginn á laugardaginn er ég frétti af ókeypis kjötsúpu þar.  Kjamsaði á súpunni sem bragðaðist stór vel enda er kjötsúpa besti matur í heimi.  Anorexíu stelpan úr heimildamyndinni sem var á Rúv um daginn var í súpuröðinni fyrir aftan mig.  Fylgdist vel með til að athuga hvort hún myndi borða eitthvað, sem hún gerði.  Aumingja stelpan, allir voða spenntir að sjá hvort hún borði eða ekki.

Kaffiboð hjá kólumbískri stúlku á sunnudaginn þar sem ég lærði nokkur spænsk orð en er búin að gleyma þeim aftur.  Merkilegt hvað heilinn er orðið lélegt mauk með aldrinum og móttekur ekki neitt.  Þar sem stelpan kann ekki neina íslensku reyndi ég eitthvað að stauta mig áfram á þeirri litlu frönsku sem ég lærði eitt sinn en einhvern veginn endaði það alltaf á að ég fór að nota sænsk orð.  Hún skildi mig ekki. 

Nóg í bili af tilgangslausu rausi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman ad thessu tilgangslausa rausi.  Alltaf gaman ad thvi, serstaklega thegar madur situr vid skyrslulestur (sem liggur ekki einu sinni a, naegur er timinn i minum hluta afriku).

Solrun (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 13:27

2 identicon

sammala Sólsý, gaman af rausi ;o) kjötsúpa án kjöts er líka barasta alveg ansi góð, þótt ótrúlegt megi virðast!  

thorhildur (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband