Helgin búin og ég búin á því. Búið að vera nóg að gera. Airwaves, afmæli, gestir, köttur í aðgerð og svona. Nóg alla vega til að ég sé lúin.
Airwaves var fínt, sá allnokkrar hljómsveitir og beið alls ekkert svo mikið í röðum. Margt skemmtilegt sem ég sá en án nokkurs vafa mesta stuðið á öllum á Bloc Party. Djöful er ég samt fegin að vera nú laus við inngönguarmbandið sem maður þurfti að vera með þessa daga. Bara ljótt, óþægilegt og subbulegt. Fór alls ekki vel við tónleikaátfittin mín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.