Átti góðan letidag í gær og rölti á Borgarbókasafnið og tók þar bíómyndir til leigu eða réttara sagt láni þar sem það kostar ekki neitt! Tók þar góðan klassiker sem ég hafði ekki séð áður, American Gigolo með Richard Gere. Svo virðist mér sem Gere sé afar hrifinn af lífi vændisfólks því í þessari mynd lék hann einmitt vændismann og hver man ekki eftir Pretty woman þar sem Julia Roberts var hin lukkulega hóra sem nældi sér í vændiskaupandann Gere. Hvað getur verið meira rómantískt en það? Í Gigolo myndinni gerðist meira og minna það sama og í Pretty woman; kona ein keypti Gere og svo urðu þau afskaplega ástfangin. Það er sem sé gott að vera í vændisbransanum, greinilega góðar líkur á því að komast á séns!
Flokkur: Bloggar | 28.7.2008 | 10:43 (breytt kl. 10:44) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.