Hræsnarinn ég

Fattaði nokkru eftir að ég skrifaði færsluna hér á undan hvað ég get verið ógurlegur hræsnari.  Þar var ég að gera grín að kristnum mönnum án þess að skammast mín eða að gæta mín á því að særa ekki sannkristna einstaklinga sem sjá ekkert spaugilegt við það að hafa Svarthöfða við opnun prestastefnu.

Ég er hræsnari að því leyti að mér þykir ógurlegt þegar gert að grín að öðrum trúarbrögðum og orð eins og vanvirðing fljúga gegnum huga mér.  Mér fannst ekkert fyndið við teikningar Jótlandspóstsins né finnst mér almennt fyndnir brandarar sem gera grín að öðrum trúarbrögðum.  Sér í lagi er maður eitthvað viðkvæmur fyrir gríni í garð Íslamstrúar enda þau trúarbrögð mest undir smásjánni þessi misseri.  En þegar kemur að því að flissa að vitleysunni um Jesú þá bregður öðru við.  Mér finnst Jón Gnarr t.d. sjúklega fyndinn í Símaauglýsingunum sem hafa sært margan Kaþólikkan og ég hef að sama skapi hneikslast ógurlega að þessu stífa fólki sem hefur engan húmor.

Af hverju finnst mér í lagi að gera grín að kristni en ekki að íslam?  Bæði trúarbrögðin finnst mér sem trúleysingja algjör steypa og finnst í raun ótrúlegt að nokkur maður trúi þessu bulli.  En ætti ég ekki að vera meiri kona en það að gera upp á milli trúarbragða og bera virðingu fyrir hvoru tveggja?

Kannski er þetta eins og maður hefur sjálfur einkarétt á því að tala illa um t.d. mömmu sína (ekki það að ég geri það eitthvað mamma mín!) en ef einhver annar gerði það yrði maður spinnegal.  Það er því kannski í lagi fyrir manneskju eins og mig sem hefur alist upp í kristnu samfélagi að finnast Jesúbrandarar fyndnir en fyllast óbeit þegar gert grín er að Múhameð spámanni.

En eitt skal yfir alla ganga segi ég!  Því skal ég hætta að gera grín að kristnum, (alla vega á opinberum vettvangi) því ekki legg ég í að ganga hina leiðina og fara að segja múslimabrandara.  En ósköp væri það nú gott ef allir sæju bara skondnu hliðina á þessu bulli öllu saman og það mætti gera grín að öllu heila klabbinu því hvað er ekki fyndið við það að trúa á einhvern ósýnilegan almáttugan guð! 

Sko þarna tókst mér að móðga alla trúaða á einu bretti og því ekki hægt að saka mig um einelti í garð einhverra trúarbragða!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hja ther! Eitt skal yfir alla ganga. Annars finst felogum minum herna fyrir sunnan vid alika vitlausar ad sja ekki hid augljosa, Gud er til!

Solrun (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:04

2 identicon

Anna mín er ekki bara pínulítill Guð í okkur sjálfum, mismikill að vísu, en annað mál skoðaðu myndina af fallegu frænku þinni við útskriftina í gær. Það er mynd við fréttina þar sem hún er að taka í hönd rektors(guðs Háskólans á Akureyri)fréttir mbl.is.

Inga Salla (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 12:46

3 identicon

góðar færslur hjá þær sæta mín. Ég er frekar trúuð kona þó ég sé langt frá því að vera bókstafstrúuð. Mér finnst oft að fólk sé voðalega upptekið við að reyna að segja mér hversu heimskuleg mín trú sé og að ég eigi bara að vakna til lífsins og er farin að skammast mín fyrir að vera trúuð og stundum segi ég ekkert og læt þannig líta út fyrir að ég sé ekki trúuð þegar fólk byrjar með pistlana. En þrátt fyrir það þá finnst mér frábært að gera pínu grín að trúnni og öllu sem henni fylgir. Trúarbrögðin sjálf eru oft voðalega gamaldags og pínu fáránleg þó að trúin geti verið góð og gild. Finnst að kirkjan mætti reyna að vera aðeins nútímalegri og opnari fyrir nýjum hugmyndum því það er lykillinn að því að viðhalda trúnni í staðinn fyrir að kæfa hana með leiðindum.

Kristrún (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband