Ögmundur Jónasson var í viðtali í Fréttablaðinu um helgina. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Ömmi einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum. Ég las því viðtalið og var sammála hverju orði sem hrökk af hans vörum, blinduð af aðdáun. Áhugaverð fannst mér sú hugmynd hans að hætta að skipta farþegaflugvélum niður í fyrsta farrými og almennt. Honum finnst það vera bruðl að borga töluvert hærri upphæð til að komast á sama stað bara til að geta fengið heitt handklæði til að þurrka sér með eftir matinn og sötra ókeypis kampavín. Sérstaklega í ljósi þess að flestir ef ekki allir sem sitja í fyrsta farrými gera það á kostnað einhvers annars en sjálfs sín.
Mér hefur einmitt þótt þessi skipting ótrúlega bjánaleg. Sauðsvartur almúginn labbar í gegnum fyrsta farrýmið til að komast í sín lummó sæti aftar í vélinni. Svo er dregið fyrir tjald svo fína fólkið fái að vera í friði fyrir okkur skrílnum. Svo fáum við eitthvað sem minnir á Gordon bleu að borða á meðan fíneríis fólkið fær eflaust eitthvað voðalega fínt sem ég veit ekki hvað er því að enginn hefur boðið mér í fyrsta farrými.
Áfram Ömmi!
Athugasemdir
En er ríkara fólkið eitthvað leggjalengra en almúginn? Allt í lagi að leggjalangir kveljist jafnmikið án tillitis til fjárhags, eða hvað?
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 14.4.2008 kl. 12:31
Eg er ekki sammala thessu Anna... Ef thad væri ekki seldir midar a fyrsta farrymi tha væru allir hinir flugmidarni miklu, miklu dyrari... thessir riku buseness menn og konur er ad greida nidur midaverdid fyrir okkur hin... og ef thad er ekki hægt fyrir busnessmenn og konur ad velja fyrstafarrymi thegar thad ferdast alveg rosalega mikid... og er ad halda fyrirlestra og stjorna storum fundum... tha faum vid lika bara fleiri einkathotur! og thad er nu ekki akkurat neitt meira umhverfisvænt...
Thorhildur (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:17
Þetta er alveg rétt hjá þér Þórhildur, þetta var illa athugað hjá mér. Mér finnst samt skítt að skattpeningar okkar fari í það að borga undir rassinn á fjölda manns á fyrsta farrými. ÞEtta er samt svo ömurleg hugmynd að skipta fólki svona niður eftir fjárhag, ímynda mér bara ef það væru fínni sæti í bíói eða í strætó (þó ríkt fólk taki reyndar aldrei svoleiðis).
Svo ætti náttúrulega bara að banna einkaþotur...
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 17.4.2008 kl. 11:26
eg er alveg sammala ad thetta er asnalegt og skitt... en eg held thad se samt betra ad thad se i sømu flugvel og vid... i sama stræto og vid... og ekki einangrad inn i limosium og einkathotum... Kannski fyrsta farrymi i stræto myndi lokka fleiri jeppa blebba med? Thar væri t.d hægt ad bjod upp a fyrsta flokks kaffi, thradlaust net og skjavarp med BBC news eda frettum ur einhverjum kauphøllum... og auglysa thetta sem nyjasta luksusinn... thu sparar tima og fe! (tharf ekki ad hugsa um ad keyra sjalft og getur verid ad vinna medan thad fer a milli stada...?
Thorhildur (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 07:38
Ertu með í bissness Þórhildur? Stórkostleg hugmynd! Það virðist stundum vera nóg að kalla eitthvað lúxus og þá vill ríka fólkið vera með. Ræðum þetta yfir kokteil á Portó
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 18.4.2008 kl. 08:36
ja, mjøg god hugmynd i goda kokteil umrædu eg er farin ad hlakka mikid til ferdarinnar.
Thorhildur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.