Endurkoman

Ég geri mér grein fyrir því hversu glatað það er að hætta við að hætta einhverju en þar sem ég virka illa undir pressu hef ég ákveðið að losa mig undan þessari pressu og byrja að blogga aftur.  Lofa hvorki að vera dugleg við það né sniðug en það mun tíminn leiða í ljós.  Vinir og ættingjar hafa kvartað sáran undan bloggleysinu og dreg ég af því tvenns konar ályktun; að bloggið mitt hafi verið skemmtilegt eða fólkið sem ég þekki hafi lítið við tíma sinn að gera. 

Oft hefur mig langað að tuða yfir einhverju á opinberum vettvangi en ekki haft til þess tækin.  Nú er ég svo sem ekkert uppfull af hugmyndum til að skrifa um en að sjálfsögðu er það eitt og annað sem bæði kætir mitt litla hjarta sem og grætir (og pirrar auðvitað).

Flestir sem búa í Reykjavík hafa orðið varir við umferðarteppur sökum mótmæla atvinnubílstjóra.  Þar sem ég er enn hjólandi kona hefur þetta fremur verið mér skemmtiefni fremur en til leiðinda.  Það hlakkar óneitanlega í mér þegar allt er stopp á götunum og ég bruna fram hjá frústreruðum bílstjórum á hjólinu mínu.  Nú hef ég þó ekkert allt of mikla samúð með málstaðnum, finnst það ekki vera mikilvægasta réttlætismálið í landinu að hafa lágt verð á bensíni (veit þeir eru líka að mótmæla einhverju öðru en bensínið skilst mér aðal).  Það er nefnilega kannski eina leiðin til að fólk hætti að keyra út í sjoppu í staðinn fyrir að labba þangað á 3 mínútum, að bensínið sé þeim mun okraðara.  Þess vegna segi ég, hækkið bensínið meira!  (Nema þegar ég þarf að fljúga til Akureyrar, þá má það vera lágt...) Já, ég er sjálfhverf en það er löngu ljóst.

Annars finnst mér þessi meinta kreppa pínulítið skemmtileg.  Það fyndnasta við þessa lægð í íslensku efnahagslífi er í rauninni að tala um kreppu.  Að segja að hér sé kreppa þegar við erum í raun að springa úr velsæld er einmitt svolítið sjálfhverft (svona eins og ég).  Mér finnst verið að gera lítið úr þeim ríkjum sem hafa það í alvörunni slæmt að nota svona dramatísk orð.  Og þetta segi ég sem er í fremur illa borguðu starfi, með 100% íbúðarlán og skrilljón í námslán og ætti því samkvæmt skilgreiningum einhverra spekulanta að vera á leið í skuldafangelsi.  Held að Íslendingar hafi pínulítið gott af því að hafa ekki efni á öllu sem þeim dettur í hug að kaupa og ef þeir hafa ekki efni á því, að rölta bara í bankann og fá lán. 

Læt gott nægja í bili, vona að ég hafi ekki misboðið einhverjum, eða jú annars, það er svo gaman að hneiksla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jei Anna! Nu er eg anaegd med thig!!! Sko an thin hefdi eg ekki vitad af thad vaeri talad um kreppu ne ad bilstjorar vaeru med derring. Og thu skrifar pottthett skemmtilegar um thetta en blessad mbl. (ekki thad ad eg hafi nennt a siduna) 

Annars synir thessi 'kreppa' ad eins daudi er annars braud, eg kvarta litid, eg fae miklu meira utborgad nuna thegar kronan stendur verr ad vigi.

Solrun (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 12:17

2 identicon

hæ sæta :) Loksins komin aftur, ágætt hjá þér að hætta í smá stund og þá kunnum við bara ennbetur að meta þig hehe. Ég er svo hrikalega sammála þér Anna þetta er dálítið barnalegt að kvarta og grenja eins ofdekruð börn. Danir til dæmis eru miklu meðvitaðri um sparnað (enda þekktir fyrir að vera nískir). Ég var hálf hneyksluð á þeim í byrjun en sá fljótt að Íslendingar mættu alveg læra sparnaðartækni af dönum, jafnvel þó maður eigi peninga er góð hugmynd að fara varlega og spara. Ég er búin að kynnast tveimur íslenskum stelpum í skólanum og önnur þeirra var heima um páskana og talaði um að ástandið væri þvílíkt að fólk fremdi sjálfsmorð og að hjón skildu við hvort annað. Mér fannst þetta hljóma alveg agalega dramatískt og ætla ekki að trúa öllu sem ég heyri.

Kristrún (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:17

3 identicon

Brilliant ad vera buin ad fa thig aftur sem bloggara eg var farin ad sakna thess mjøg! tho eg se ekki alltaf svo aktiv vid ad kommenta tha er eg mjøg oft her inni ad lesa  godann teksta og skoda skemmtilegar myndir

Thorhildur (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:46

4 identicon

Velkomin aftur! Ég hafði trú á þér sko - var ekki búin að eyða hlekknum sem ég er með á þig

Allý (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:04

5 identicon

Bienvenue...de nouveau;) Agalega gaman ad sja nytt blogg fra ter aftur..tad er otrulega gaman ad hneyksla...verd ad segja tad;) Ja hvad segirdu ert tu ekkert a leid i skuldafangelsi hehe;) Manni skilst ad tad se allt ad fara til fjandans a Islandi tessa dagana...sennilega af tvi ad allir geta ekki gert allt sem teim langar til...sem er bara gott mal! Nog af röfli...eg er ein af teim sem hef akkurat ekert annad vid timann ad gera (er i vinnunni;)) tessa stundina...med afbrigdum löt enda klukkan 15:25 a föstudegi!!!

Heida i Sviss (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:23

6 identicon

Takk frænka. Nu hef eg eitthvad ad soa minum dyrmæta tima i. Keep going! Og ja, KREPPA, dønsku blødin eru rosa hrifin ad thessari isl. kreppu, bara hreinasta galimatias og apokalyps, thad bida allir herna voda spenntir (nu kan de grådige islændinge gå ad helvede til, kan de!).

Sigridur J. Larsen (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband