Var hjá tannlækni í morgun sem er kannski ekki í frásögur færandi nema að ég hef ekki farið og hitt slíkan lækni í meira en 3 ár. Ég hef því kviðið því nokkuð að allt væri komið í óefni þarna uppi í mér og viðgerðir myndu kosta mig mánaðarlaun. Sú varð þó ekki raunin og tannlæknirinn sagði að ég væri með ,,æðislegan munn" og gaf mér afslátt af því að kjafturinn var svo frábær og heilbrigður. Þeir sem mig þekkja, vita að ekki skarta ég hefðbundnu Colgate brosi, en gæðin engu að síður svona asskoti mikil. Nú er ég ógeðslega góð með mig og þakka mínum sæla fyrir mínar hraustu tennur þrátt fyrir það að hafa grenjað yfir því í gamladaga hvað þær voru og eru skrítnar. Ekkert að því að vera skrítinn, það er sem sé boðskapurinn!
Athugasemdir
Anna mín þú ert sko ekki skrítin og mér hefur alltaf fundist frekjuskarðið þitt svo fallegt.en það er samt alveg rétt hjá þér að það er ekkert að því að vera skrítin.knús til ykkar allra sérstaklega litlu frænku hennar lottu.
Eygló frænka (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:40
Til hamingju med kjaftinn, eg hef alltaf vitad ad thad er ekkert ad honum!
solrun (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 16:13
Já Anna mín skörðin þín eru svo sæt enda algeng í okkar ætt og kjafturinn yfirleitt kærari fólki en nokkuð annað. Haltu áfram að passa þinn fagra kjaft bæði það sem upp í honum er og út úr honum kemur kveðjur bestar til ykkar systra Inga Salla.
Inga Salla (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.