Innlit útlit

nýtt 065nýtt 071Síðustu vikuna hef ég dundað mér við það mála og veggfóðra ganginn heima hjá mér.  Ég viðurkenni það að þegar kemur að framkvæmdum er ég ekki mjög handlagin.  Ég þoli samt ekki að vera ósjálfbjarga þannig að ég rembdist í gegnum þetta.  Að setja upp veggfóður er ekkert grín svona fyrir mig.  En með dyggri aðstoð Dagnýjar systur komst það upp en eftir mikið bölv og ragn.  Á tímabili minntum við mjög á klaufabárðana sem voru á Rúv hér um árið.  Sér í lagi þegar við toguðum aðeins í hliðina á einni lengjunni og úr rifnaði smá bútur.  Hann var bara límdur á aftur enda nenntum við ekkert að setja nýja lengju.  Að blanda límið var líka smá ves og skildum við ósköp lítið í leiðbeiningunum.  Þegar límið var loks orðið klárt komst kötturinn í það og drakk smá slúrk.  Hún lifir enn og virðist ekki hafa orðið meint af.  En þetta er tilbúið og voða fínt finnst mér þó taugastrekkjandi hafi það verið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Ég segi nú bara ,,Nadia (innlit/útlit) hvað???" Þetta lítur rosa vel út (á myndunum allavega) ;)

Gott að Lotta litla þoldi slurkinn!! enda af afar góðum ættum þegar kemur að sopanum ;) 

Agla (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:35

2 identicon

Rosa kósý veggfóður, lýst rosa vel á þetta hjá þér ;o) eigum vid annars ekki bara ad fara ad panta ferd til Porto? 

thorhildur (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 18:13

3 identicon

til hamingju! Glaesileg frammistada hja ther, eg hefdi aldrei thraukad i gegnum svona ferli. Litur mjog fint og Onnulegt ut!

solrun (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 23:37

4 identicon

Já glæsilegt er þetta hjá þér Anna mín enda er búið að yrkja um þetta  á öðrum stað í tölvuheimum, ég vissi satt að segja ekki að þú ættir þetta allt saman til , mydarskapurinn virðist ekki bara bundinn prjónunum. kv. Inga gamla.

Inga Salla (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband