Borgarstjórnarskipti part III

Ég á ekki til orð yfir þessu rugli í ráðhúsinu.  Maður skiptir um yfirmenn ansi ört þessa dagana.  Við sem vorum búin að bjóða Degi í heimsókn hingað í vinnuna en nú verður ekkert af því.  Kemur bara einhver gamall kall í staðinn.  Vond skipti það.  En hvað er með þessa lækna sem vilja alltaf verða borgarstjórar?  Vissi ekki að læknanám væri góður undirbúningur fyrir borgarstjórastörf, fór greinilega í rangt nám til að öðlast völd.  Ekki það að ég sé sérlega valdasjúk kona, en hver veit nema valdasýkin aukist með árunum.

Hér á mínum vinnustað hafa þessi tíðu borgarstjórnarskipti nokkuð bagaleg áhrif.  Nýbúið að ákveða einhver verkefni og koma af stað sem eru svo afturkölluð þegar enn einn borgarstjórinn tekur við.  En djöful hlýtur að vera góð stemning í borgarstjórn núna, allir svíkjandi hvern annan hægri vinstri.  Sannkallaður Guiding Light fílingur í gangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, endalaust floor crossing og ostarfhaeft thing i Malawi virkar bara alls ekkert svo crazy lengur!

Solrun (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband