Var í stuði í gærkvöldi fyrir hugljúfa rómantíska bíómynd og hélt í Krambúðina til að ná mér í eina slíka. Sá þar á einu hulstrinu mynd af Drew Barrymore og þar sem hún leikur varla í öðru en vellum og skellti ég mér á hana. Lítið var þó um rómans í þessari mynd heldur þeim mun meira um pókerspil. Ég er ekki ein þeirra sem horfi spennt á pókerkvöldin á Skjá einum enda þykir mér póker afar óskiljanlegt spil og því fannst mér ekkert spennandi er gaurinn leit á spilin og þar voru t.d. spaða átta og nía. Á það að segja manni eitthvað eða? Hefði allt eins getað verið á kínversku þessi mynd og það ótextuð því ekki skildi ég neitt í pókerspilinu sem tók um 90% tíma myndarinnar. Brá á það ráð að hraðspóla yfir pókeratriðin og njóta svo þeirra þar sem rómansinn réð ríkjum. Þetta hefði kannski verið skemmtilegra ef að það hefði verið tekið í eitthvað spil sem allir þekkja, Olsen Olsen eða eitthvað slíkt. Nú eða fatapóker, en þá hefði myndin kannski fremur átt heima í hillum Adam og Evu en í Krambúðinni. En það hefði alla vega verið meira spennandi á að horfa.
Athugasemdir
Póker eður ei...þá minni ég á að fólk með ofnæmi er líka fólk
Hrund (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:34
Já, ég veit, sorrí, ætlaði ekki að særa neinn! Þekki fullt af fólki með ofnæmi, finnst bara fúlt að það bitni á blessuðum dýrunum ...
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 14.1.2008 kl. 09:43
Liggur ther bara ekkert a hjarta thessa dagana, enginn pirringur??
Solrun (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.