Eftir jólin

jól 003jól 008jól 024jól 028jól 047jól 083jól 094Ætli ég verði ekki að skrifa smá jólapistil svona fyrir Maju frænku alla vega.  Jólin voru góð að vanda og held ég að ég verði að taka undir með Eiríki Hauks þegar hann syngur svo mynduglega að vilja hafa jól alla daga.  Allir vinirnir sem búa í útlöndum streymdu til landsins þannig að það var varla gert annað en að hafa endurfundaboð.  Ég sem geri venjulega ekki neitt annað en að glápa á sjónvarp í frístundum, tók upp á því að fara á snjóþotu, greip í spil og fór í heimsóknir og auðvitað nokkrum sinnum á barinn.  Og, jú, horfði á sjónvarp.

Það hræðilegasta við jólin var að þurfa að troða kettinum í búr og setja hann í farangursgeymsluna í flugvélinni á leiðinni norður.  Fékk nokkur móðursýkisköst í því ferli að þurfa að senda lifandi dýr (en slíkum límmiða var einmitt klesst á búrið) sömu leið og töskuna mína.  Helvítis fólk með ofnæmi eru líklega valdurinn af slíkri dýrapíningu.  Kötturinn komst þó heill til Akureyrar en ég þó öllu óheilli og héldum við því heim í Austurbyggð þar sem heimiliskötturinn og hundurinn þar tóku "vel" á móti okkur.  Fyrstu dagarnir fóru svo í að aðlaga dýrin að hvert öðru en þá tók við annað taugastríð í minni sál.  Hef komist að því að ég hef ekki sterkar taugar, ekki það að ég hafi staðið sérlega á þeirri meiningu áður.

Alltaf er það skemmtilegt að hitta stúlkurnar mínar aftur.  Þær búa út um allar trissur, Malaví, Bandaríkjunum, Líberíu, Noregi og Danmörku.  Það er nú ekki hægt að saka minn vinkvennahóp fyrir þröngan sjóndeildarhring.  Best væri þó (fyrir mig) ef allar væru þær á Íslandi.  Það gerist kannski einhvern tímann.

Það var svo að vanda afar leiðinlegt að halda aftur heim til Reykjavíkur.  Jólalífið er ósköp gott líf fyrir letidýr eins og mig.  Er öll að skríða saman þó ,enda styttist senn í sumaryl eða svona alla vega styttra í það en fyrir jól.  Þangað til er ég að hugsa um að glápa bara á sjónvarpið og láta tímann líða þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband