Hvað er meira þunglyndislegt en fyrsti vinnudagurinn eftir gott jólafrí? Jú, kannski þegar maður uppgötvar rétt áður en maður heldur í vinnuna að maður hafi tekið að sér skúringar í afleysingum eftir að venjulegum vinnutíma lýkur. Fyrir jólinn þegar því var lofað þótti tilhugsunin um smá skúringar bara hin besta, en þegar legið er andvaka eftir jólasukkið, líkamleg pína.
Nú er ég þó öll að koma til og bara farin að venjast tilhugsuninni að vakna klukkan 7 alla morgna og halda til vinnu en ekki bara hangsast um á náttfötunum fram yfir hádegi og bregða sér í ballföt á kvöldin og drekka bús og röfla við vini. Skrifa kannski meira um búsið og röflið síðar.
Athugasemdir
já Anna mín,allt tekur enda líka jólafríið.en það er nú ágætt þegar allt er fallið í réttar skorður og lífið gengur sinn vanagang.eitt af uppáhalds spakmælið mitt er nú leitaðu ekki hamingjunnar í hátíðarfötum heldur í hversdagsfötum á heimilinu.haha nokkuð gott finnst þér ekki?en ég er nú orðin svo gömul og lífsreynd.en hvað um það .það var gaman og gott að hitta ykkur og gaman að kynnast Lottu.hafið það gott allar 3.Heyrumst og knús..
Eygló gamla (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 13:53
Er ad bída eftir ad tú skrifir um búsid og røflid
En mikid erud tid Lotta sætar saman,tad er bara svipur med ykkur.Ég sit hér í náttslopp eftir 5 kvøldvaktir og er ótrúlga hamingjusøm,á von á
Siggu í kvøld og dætur mínar tvær eru bádar ad koma til eftir smá innløggn
á dýraspítala og mannaspítala...Lís er sú er var á dýraspítala.......
knús til tín og Døggu litlu..........
Frída frænka (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:32
Ps. Tad er oft sagt ad hundar líkist eigendum sínum,ætli tetta egi ekki vid um ketti líka?????
Tad er allavega einhver svipur med ykkur mædgum ad mér finnst
Frída frænka (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.