Ekki veit ég hvað var verið að bjóða í Máli og menningu í morgun en alla vega eitthvað svakalega spennandi því nú klukkan 8 í morgun þegar ég hjólaði fram hjá, var þar löng röð af fólki fyrir utan. Hvað getur mögulega verið svona spennandi að fullorðið fólk fer fyrir allar aldir til að standa úti í rigningu í röð? Varð frekar örg á þessum vitleysishætti.
Talandi um það að vera örg. Mér hefur verið bent á það af fleirum en einum að ég líkist nokkuð Georgi í Næturvaktinni. Ég hef nú ekki séð mikið af þessum stórgóðu þáttum en veit þó að það telst ekki hrós að líkjast Georgi. Sumum finnst ég tuða mikið, vera heldur upptekin af umhverfismálum, vera afar vinstrisinnuð og sérlega hrifin af Svíþjóð. Svo er ég líka með einhverjar fíneríis gráður sem ég vinn ekkert með, þó ekki vinni ég á bensínstöð. Vona alla vega að fólk hafi verið að meina að þetta séu líkindi minn við þennan mann, svona alla vega frekar en útlitið.
Athugasemdir
Takk Bárður minn!
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 19.12.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.