Frægðin á næsta leiti

Það hlaut að koma að því.  Vitnað í bloggið mitt í blöðunum.  Verst að þeir tóku bút sem var hvorki sniðugur, hnyttinn né gáfulegur bara eitthvað leiðindatuð.  Skil ekki alveg hvernig þeir vinsa úr þessum bloggum og klessa inn í blöðin, hlýtur alla vega ekki að vera skemmtilegt starf að fara í gegnum þetta rusl.

Fékk mér nagladekk undir hjólið um helgina og spæni nú upp malbikinu og bý til svifryk eins og allir hinir.  Held samt að rassinn á mér sé ekki það þungur að hann muni hjálpa mikið til að drepa hina hjólandi og gangandi úr mengun.  Bílstjórarnir verða víst að sjá um það sjálfir og standa sig alveg stórvel.  Finnst ég ótrúlega töff með negld dekk undir sænska kvenhjólinu mínu með körfunni.  Það einhvern veginn er frekar absúrd á að líta.  En töff er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú? hvað kom í blöðunum?? Forvitin

Stina (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Hluti af blóðblogginu.  Elma sendi mér sms um að bloggið væri í blaðinu og ég spurði um hvað.  Þá sagði hún "að þú hatir börn".  Þar sem sum skrif mín virðast sumir geta túlkað sem mér sé eitthvað sérstaklega illa við smáfólkið tók ég það gott og gilt.  Fannst samt skrítið að þau væru að taka eitthvað gamalt og fannst heldur ekkert spes að vera úthrópaður barnahatari í fjölmiðlum.  En þá var þetta bara eitthvað blóðtal, það gerir mér nú bara orðsporinu gott að vera blóðgjafi, alla vega skárra en barnahatari...

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 11.12.2007 kl. 08:06

3 identicon

Hæ getur þú sent mér greinina sem birtist í blaðinu?

Habby (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:12

4 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Fólk eitthvað að fara fram úr sér hérna!  Þetta var bara stuttur bútur úr blóðblogginu, engin grein eða neitt slíkt.... Ekki orðin það fræg enn.  En takk þó fyrir sýndan áhuga :)

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 13.12.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband