Ég fór loksins í gær og gaf blóð. Finnst ég ógeðslega dugleg enda ekkert voðalega spennt fyrir sprautum, hvað þá óvenjulega þykkum eins og þeim sem notaðar eru til blóðtöku. Var líka voða glöð að ég er ekki með of háan blóðþrýsting, það hefur bara verið eitthvað tilfallandi þarna síðast. Hjúkk, enda afar ótöff að þurfa á passa þrýstinginn fyrir þrítugt. Svo fékk ég fullt af veitingum og sparaði því kvöldmatinn þann daginn. Sem sé lítið mál að láta tappa af sér eins og hálfum líter af blóði.
Eins og ég reyndar vissi þá er ég í O+. Það finnst mér ekkert flott enda allt of margir í þeim flokki. Bæði stóra systir og litli bróðir eru í O-. Það þykir mér öfundsvert, enda eftirsóttasti blóðflokkurinn. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af því að vera venjuleg. Er annars voðalega venjuleg á flestan hátt; í nokkurn veginn meðalhæð, meðalþyngd, nota algengustu stærð af skóm, með skollitað hár og blá/grá augu. Eins gott að ég er örvhent, bjargar mér aðeins frá meðalmennskunni.
Góða helgi allir
Athugasemdir
Ég er líka O+... Var heldur ekkert svo sátt. En við eigum þá meiri líkur á að lifa því það er örugglega alltaf til okkar blóð, og getum bjargað flestum ef ég man rétt, því ég held að flestir geti tekið við O+ þó þeir séu ekki með það sjálfir. Er ekki alveg viss, en mig minnir það. Og svo minnir mig líka einhvernveginn að það sé bara á Íslandi sem O+ er ofurvenjulegt. Útí hinum stóra heimi sé það alls ekki algengasti flokkurinn. Minnir mig.. eitthvað er minnið mitt gloppótt!!!
Svo kannski erum við ekkert meðalmennskan ein..... Kannski erum við mjög spes, og getum á Íslandi bjargað ótrúlega mörgum. Kannski.. Ef ég man rétt....
Stína (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 00:20
Eitthvað er minni þitt gloppótt, læknisdóttir! Það er O- sem allir geta þegið, því er það eftirsóttasti flokkurinn :)
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 10.12.2007 kl. 08:43
Eg hef alika gott minni og stina en eg held hun hafi rett fyrir ser med thad ad thad se bara a islandi sem o+ er algengast. Eg held ad uti i hinum stora heimi se thad A+, eins og eg, svo thid erud a heimsmaelikvarda meira spes en eg! Thad er ef eg hef rett fyrir mer. Eg er alls ekki viss og er ekki einu sinni laeknisdottir
Solrun (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:51
Held nú líka að O+ sé spes á heimsmælikvarða enda talaði ég nú ekkert um að það væri rangt sko! Enda hef ég fulla trú á minni ykkar Kristínar, verandi kláru vinkonur mínar.
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 11.12.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.