Best í heimi?

Já, Ísland komið í efsta sæti lista S.Þ. um lífskjör.  Jibbí!  Skrítið samt hvað margir eru hér óhamingjusamir, þunglyndir, kvíðnir, með minnimáttarkennd og fullir vonleysis í þessu frábæra landi.  Getur verið að það sé ekki jákvætt samband á milli þess að vera ríkur og hamingjusamur?  En það virðist nú varla mega benda á það að peningar færi ekki hamingju, það þykjar hér helgispjöll að leggja sér slíkt orðbragð til munns. 

Nóa Siríus ætti að búa til nýjan málshátt í páskaeggin sem flestir Íslendingar myndu kinka sáttir kolli við að fá í sínu eggi; Vertu ríkur, annars er lífið ömurlegt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Godur!

Solrun (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 15:22

2 identicon

Ég las reyndar um þessa skýrslu og það er nú ekki alveg rétt það sem þú segir því þessi skýrsla mælir lífskjör en ekki endilega hversu rík við erum þó að það sé vissulegu einn þáttur. Til dæmis lifa Íslendingar lengst allra norðurlandabúa sem er einn mikilvægur þáttur lífsgæða, Danir aftur á móti lifa stutt og eru því mjög neðarlega á þessum lista. Nú á til dæmis jafnvel að gera grænmeti og ávexti ódýrari til að fá meðalaldurinn upp um fimm ár. Ísland er því Bezt í heimi!!! jeijj!!  ég sakna þín elsku Ísland ;) Ég er samt nokkuð sammála þér með að það sé ekkert samasemmerki á milli hamingju og þess að vera ríkur en þó held ég að það sé gott að vera einhversstaðar á milli þannig að maður þurfi ekkert að hafa áhyggur af peningum.

Kristrún (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:54

3 identicon

meina sko að það sé gott að vera meðalríkur hehe, semsagt ekki fátækur en ekki "ríkur" heldur að maður lifi nokkuð gott barasta ;)

Kristrún (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 21:56

4 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Ég veit vel að það var ekki bara verið að mæla ríkidæmi en það er mjög stór hluti af því og það sem Íslendingar eru líka hvað montnastir af.  Svo finnst mér auðvitað líka voða vænt um Ísland þó svo ótal margt fari í taugarnar á mér sem íbúar þess gera.  Auðvitað er líka gott að vera ekki fátækur en eins og í öllu öðru er meðalmennskan oft svo ágæt en það þykir einhvern veginn ekkert töff að vera meðalmaður á Íslandi.

Annars ætla ég að fara að fá mér kaffi, var að koma í vinnuna, hjólandi í hálkunni með hjartað í buxunum!

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 29.11.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband