Dónaskapur

Nú finnst mér margir rita og ræða um dónalegt starfsfólk og að fólki skuli dirfast að vera ekki þjónustulundin uppmáluð alla daga, allan daginn, alltaf, því það fái nú fyrir það borgað. 

Ég ætla hins vegar að kvarta yfir dónalegum kúnnum.  Nú er ég ekki að fara að tala um hvað fólk er leiðinlegt við mig persónulega í minni vinnu enda kannski ekki hefðbundið þjónustustarf.  En ég ætla að tala um fólkið sem mig langar að sparka í þegar ég er fyrir aftan það í röð á kassa í Bónus eða sit hliðina á því á kaffihúsi. 

Mér finnst stundum að fólk sé að misskilja þjónustu.  Mér finnst sumir tala um þjónustufólk eins og það sé fætt eingöngu til að þjóna því og það með bros á vör sama hvernig framkoma þess sjálfs er.  Sumir virðast ætlast til þess að þjónustufólk séu einhvers konar übermensch sem hafa engar tilfinningar, alla vega hafa fullkominn hæfileika í að fela þær, og auðvitað að brosa.  Nú er ég ekki að segja að ég sé svakalega spennt fyrir fúlu afgreiðslufólki heldur býst ég aðeins við að fólk sé kurteist við mig, ef ég er kurteis á móti.  Mér finnst ekki sjálfsagt mál að afgreiðslufólk sé súperhresst við manneskju sem býður þeim ekki góðan daginn eða þakkar fyrir sig.  Slíku fólki má alveg svara með skeifu.  Að ætlast til að starfsfólk í þjónustugeiranum eigi alltaf að vera ofurkurteist, jafnvel þó kúnninn sýni þér ekkert nema dónaskap. 

Þess má geta að ég er (finnst mér alla vega) mjög kurteis við afgreiðslufólk og fæ því oftast ekki fýlusvip og leiðindi til baka.  Veit ekki af hverju ég fór að hugsa um þetta, kannski af því ég var í Bónus og í gær og þar eru allir með fýlusvip, bæði kúnnar og kassafólk, og það finnst mér ekki skemmtilegt.  Mér finnst alla vega að við sem erum að koma að utan gætum aðstoðað við það að gera andrúmsloftið aðeins hressara með því a.m.k. ekki kæfa allt með fýlu.  Sem sé, allir að vera hressir í Bónus og vera góð við afgreiðslufólkið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ótrúlega get ég verið sammála þér, hef einmitt oftar en einu sinni látið athugasemdir flakka við dónó kúnna sem eru á undan mér í röð....ég fyllist svo mikilli reiði þar sem ég er nú einu sinni fyrrverandi kerrutæknir ....ég get ekki annað en fyllst samúðar í garð vesalings starfsfólksins.....en hitt er svo annað mál eins og þú bendir líka á að oft er afgreiðslufólk drullu dónó þó maður sé ekkert nema almennilegheitin

Agla (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband