Nú hef ég haft hemil á mér í nokkurn tíma að tala illa um bíla og núna ætla ég að leyfa mér þann unað að rakka niður fyrirbærið.
Litla systir mín hefur nú búið á mínu bíllausa heimili í nokkra mánuði og einungis notast við hjól til að komast til vinnu. Hún hefur því smitast af hatri mínu gagnvart einkabílum. Ég held að það myndi stórlega minnka áhuga fólks að skaffa sér bíl ef það hefði verið án þeirra í lengri tíma og séð "utan frá" hversu pirrandi þetta ökutæki er fyrir þá sem ekki sitja inn í þeim.
1. Bílstjórar sem leggur upp á gangstétt. Það er óþolandi þegar maður er kominn á gott span að þurfa að hægja á ferðinni, jafnvel stoppa, til að komast fram hjá bíl sem lagt er upp á miðja gangstétt. Hef stundum hugsað út í að leggjast út á miðja umferðargötu svo að bílstjórar þurfi að mjaka sér á snigilhraða fram hjá mér, jafnvel stelast upp á gangstétt. Verst er hvað slíkar aðgerðir hefðu í för með sér mikil óþægindi fyrir mig sjálfa svo ekki talað sé um að ég væri að fórna lífi mínu og limum fyrir málstaðinn.
2. Mengunin. Auðvitað það sem gerir mig mest andvíga bílunum. Ég er það heppin að hjóla um Miðbæ og Vesturbæ á leið í mínu vinnu þar sem hægt er að þræða fáfarnar götur og verða því ekki það mikið vör við viðbjóðinn. Grey systir sem vinnur upp í Kringlu þarf að hjóla Miklubraut og bíða svo á völundarhúsgatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Hún segist finna mjög mikið fyrir því að hún er anda að sér miður heilsusamlegum gufum. Það versta er að þeir sem valda menguninni sitja í loftræstri bifreið sinni og verða ekki varir við neitt. Svo er fólk endalaust tuðandi yfir óbeinum reykingum sem þó hafa verri áhrif á þann sem neytir heldur en þann sem saklaus stendur hjá.
3. Bílstjórar sem stoppa ekki á gangbraut. Þegar kalt er og/eða rigning stendur maður oft og bíður á meðan bílarnir þjóta fram hjá án þess að gefa manni nokkurn gaum á meðan maður blotnar meira og meira. Sömuleiðis þegar eru svona götuljós þar sem maður þarf að ýta á takkann til að komast yfir og þegar maður er kominn miðja leið kemur gult blikkandi ljós hjá bílunum og þeir taka af stað. Þá er maður orðinn fastur á miðri götu eins og fífl með engan takka til að ýta á heldur verður að bíða eftir næsta gangandi vegfaranda til að bjarga manni úr þessari sjálfheldu. Afar vandræðalegar aðstæður!
Held að komið sé nóg í bili, á eflaust eftir að finna eitthvað meira með lækkandi sól og auknum pirringi. En það er dásamlegt að hafa einhvern til að deila með pirringnum og hafa bandamann í systur minni.
Athugasemdir
Alltaf ánægjulegt að fá skilning, finnst einhvern veginn eins og öllum sé skítsama um allt nema sjálfa sig. Fer og skoða heimskubílaleggjarana og fussa!
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 22.11.2007 kl. 08:23
Hef ekkert á móti svoleiðis bílum Jói minn, einkabílar eru allt annað mál. Kom t.d. á bíl í vinnuna í morgun en það er góður bíll og heitir strætó.
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 23.11.2007 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.