Þeir sem mig þekkja vita að ég er ekki mikill neyslufíkill eða sérstaklega æst yfir veraldlegum hlutum (eða er það ég lifandi í sjálfsblekkingu?). Ég ætla þó ekki að þræta fyrir það að mér þyki skemmtilegt að versla mér fataleppa annað slagið.
Þess vegna get ég ekki annað en að fyllst viðurstyggð á þeim verslunum sem eru að opna hér hver af annarri sem selja dót fyrir börn. Viðurstyggðin blossar upp þegar ég sé raðir fólks fyrir utan þessar búðir, allir æstir í að kaupa ódýrt drasl. Mér þykir fólk svo heimskt að taka þátt í þessu að ég skammast mín oft að tilheyra sömu dýrategund. Það sama gerist þegar ég horfi stundum á innlit útlit, sé lúxusbílaauglýsingar og þar fram eftir götunum.
Þess vegna verð ég að viðurkenna að mér hefði þótt Spaugstofan fyndin á laugardaginn, bara ef það væri ekki fyrir algjöra þrjósku að finnast Spaugstofan ömurlegt sjónvarpsefni. Hugmyndin var góð en þeir óþolandi. Þeir sem höfðu eitthvað betra að gera á laugardagskvöldið en að horfa á miðaldra karla klæða sig í skrípabúninga þá voru dótaglaðir Íslendingar teknir fyrir.
En vá hvað ég verð leiðinleg mamma, börnin mín munu sko ekki fá neitt dót, alla vega verð ég að fá að ritskoða það áður. Ekki vil ég gera börnin mín að neysluþrælum eins og meirihluti þessarar guðsvoluðu þjóðar er orðinn.
Flokkur: Bloggar | 19.11.2007 | 12:05 (breytt kl. 12:07) | Facebook
Athugasemdir
Já, það er merkilegt hve þörf fólks fyrir dót tók sig upp, samfara opnun þessara dótabúða.
Líklega færi fólk umvörpum í biðraðir, utan við nýopnaða lífstykkjaverslun, bara ef hún auglýsir nógu grimmt. "Stærsta lífstykkjaverslun Evrópu!" eða "50% opnunarafsláttur af öllum lífstykkjum!"
Að auki er spurning hve mikið er sparað, verðleggi fólk tíma sinn sem það eyðir í biðröðinni.
Brjánn Guðjónsson, 19.11.2007 kl. 12:46
Eru einhver eggjahljóð í þér Anna?
Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:03
Tad er eins og aldrey hafi verid til dótabúd á Islandi ádur,hver man ekki eftir Sigga Gumm á Akureyri og man ég ekki til tess ad tad hafi myndast bidradir tar nema kannske á Tolrláksmessu.Eg fer ad halda ad Íslendingar séu ad missa sig í peningaeydslu og gud hjálpi ykkur er tid fáid visa reikning í jan
Hef ordid vør vid tad ad er ég hitti og spjalla vid Dani sem ég hef ekki hitt ádur,tá er taf ævinlega tad fyrsta sem talad er um hvad allir í slendingar séu ríkir og flottir á tví.Er ég ad verda annsi treytt á ad útskýra ad tad eru ekki allir og sennilega fæstir sem spóka sig um sem nýríkir íslendingar......PS..annars hvad óskar tú tér í jólagjøf dúllan mín,bíl,tyrlu,,naim it 
Frida frænka (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:17
Heyr, heyr... en Anna, ertu upptekin næsta laugardagskvöld? Ég verð í borginni og ætla að hitta írisi, jóu, þórhildi og einhverjar á lau? ertu geim?
Silja (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:11
Bjarki, nei, engin eggjahljóð, langt frá því.
Maja, flatskjár eða skjávarpi væri fínt en læt mér nægja sokka eða brók!
Bárður, takk fyrir það samt ekki þetta með þurrkinn, það var dónó
Silja, ekkert ákveðið enn svo ég er geim þar til annað kemur í ljós :)
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 20.11.2007 kl. 08:20
Eg aetla lika ad verda otholandi mamma - og minir krakkar munu ekki heldur fa McDonalds!
Solrun (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:59
Við verðum að vera saman í þessu, klæðum börnin bara í gamlar lopapeysur og slitnar flauelsbuxur, gefum þeim gömlu legókubbana okkar til að leika með og látum þau fá popp í poka að heima og djús í brúsa þegar þau fara í bíó!
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 20.11.2007 kl. 15:06
Ekkert skemmtilegra og meira throskandi en legokubbar!
Solrun (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 05:56
Ég var einmitt að vorkenna verðandi börnum mínum (HÆPOÞETTIKALLÍ, þau eru ekki á leiðinni!) á laugardagskvöldið þegar ég sat yfir spaugstofunni og varð hugsað til alls gamla dótsins okkar systra sem er inni í geymslu á Akureyri og bíður þeirra!! Ég tek sko heldur ekki þátt í þessu rugli og verð óþolandi mamma eins og þið.
Því má svo við bæta að ég hló líka að því að ég skyldi vera farin að hlæja að spaugstofunni.. aftur... sem þýðir víst eitthvað á þá leið að maður sé að verða gamall..
Stína (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.