Sá framan á Séð og heyrt að Davíð Oddsson hafi losnað við fjölda kílóa með því að vera á kívíkúrnum. Nú liggur mér forvitni á að vita hvort Davíð Oddsson sé algjörlega búinn að missa það og hafi rætt við fréttamann snepilsins um ágæti kívíkúrsins. Eða þá að sést hafi ítrekað til Davíðs gúffandi í sig kívíum og að hann hafi grennst mikið upp á síðkastið og dregin hafi verið sú ályktun að hann hafi losnað við mörina með hjálp kívíávaxtarins.
Ætli ég verði ekki bara að kaupa mér Séð og heyrt til að komast að botni þessa æsispennandi máls.
Flokkur: Bloggar | 15.11.2007 | 16:01 (breytt kl. 16:05) | Facebook
Athugasemdir
Ég get nú sagt þér allt um þetta mál. Það var kvöldverðarboð hér á Selfossi síðasta föstudag og var Davíð heiðursgestur. Hann hélt stutta en mjög skemmtilega ræðu þar sem hann sagðist hafa grennst heil ósköp á Kiwi kúrnum, rétt er að hann hefur grennst, en kiwi kúrinn sem hann var á er þannig að þú borðar allt nema kiwi bara minna.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 16:10
Boring! Fannst mín útgáfa mun skemmtilegri !!!
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 16.11.2007 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.