
Af einhverjum ástæðum datt Þorgrími Þráinssyni að skrifa bók um hvernig karlar geta gert konur sínar hamingjusamar. Ekki þarf ég nú að skrifa bók um efnið til að komast að þeirri niðurstöðu að besta ráðið til að gera konu hamingjusama er að vera ekki eins og Þorgrímur Þráinsson. Alla vega væri ég afar óhamingjusöm kona ef ég væri með eitthvert Þorgríms Þráinssonar líki mér við hlið.
Athugasemdir
guð hvað ég er innilega sammála þér.ég er það nú reyndar oftast,ég er nú sami leiðindapúkinn og þú alltaf á móti öllu.en hvað um það vona að þið hafið það gott þarna í borginni og knús til Döggu og Lottu.
Eygló frænka (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 12:05
Heheh já ég veit ekki hvað hann er að pæla að gera þessa bók, kannski bara í stíl við að maðurinn hefur aðeins og mikið álit á sjálfum sér. Ég reyndar skil minnst í konunni hans að leyfa honum að gefa út bókina því hans reynsla byggist auðvitað á konunni hans !
Hugrún (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 17:31
En kannski er þetta fínasta bók, auðvitað rugl að dæma gaurinn án þess að þekkja hann né hafa lesið bókina- ég bara nenni ekki að lesa bókina ;)
Hugrún (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 17:32
Já, það er miklu skemmtilegra að vera á móti öllu er það ekki, er einmitt sérstaklega á móti jákvæðu fólki...
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 12.11.2007 kl. 08:20
Ég er alveg skíthrædd um að maðurinn sé mjög jákvæður og hinn almennilegasti gaur en hins vegar skil ég ekki konuna hans að taka þátt í þessu mér finnst þetta haaaallllóóó
Inga Salóme (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 11:25
Talandi um "frægt" fólk að ausa úr viskubrunni sínum í bókaútgáfu.. þá finnst mér hillaaaríus að mamma hennar Britney Spears sé að gefa út bók nr. 2 um UPPELDI!!!!
Stína (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:23
Eilítið kaldhæðnislegt já, eflaust eitt misheppnaðasta uppeldi sem völ er á, og af nógu er þó að taka af vondu uppeldi
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 14.11.2007 kl. 08:18
Ai Anna! Harsh!
Solrun (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 14:15
Get nú alveg tekið undir þetta. Það agnar litla sem ég hef kynnst af þessum manni og talað við hann og heyrt hann tala þá virkaði það sem algjör killer á mig, langar ekki í svona týpu, veit ekki hvað það er nákvæmlega sem virkar svona neikvætt á mig, en pæli ekkert í því, fékk bara svona nettan hroll þegar ég sá að hann væri að gefa út bók um þessi mál.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.