Helgin sem leið var um margt ólík öðrum helgum hjá mér. Fór á sinfóníutónleika á föstudagskvöldið (mínir jómfrúarsinfóníutónleikar) og hlýddi á Vorblótið eftir Stravinski. Fannst það bara ansi hressandi og skemmtilegt þrátt fyrir lítinn áhuga á klassískri tónlist. Enda áttu þessir tónleikar að höfða til unga fólksins og því nóg um læti og hávaða og tónleikarnir ekki sérstaklega langir. Aldrei að vita nema maður prófi aftur svona tónleika og þá á fimmtudagskvöldi með heldri borgurunum og fari þá í pelsinum svona til að fitta inn í hópinn.
Á laugardagskvöldið fór ég í Sjónvarpssal og fylgdist með Laugardagslögunum, (sást þó aldrei í sjónvarpinu :( ). Ekki það að ég sé sérlegur aðdáandi þessara þátta eða neitt þannig en það var þó skemmtilegt að sjá þetta svona læf. Gunni frændi átti þarna auðvitað besta lagið en Eurotrashið hafði þó betur. En þar sem við sátum þarna urðum við vitni að miklu "scami". Eins og þeir vita sem fylgst hafa með þá eru það áhorfendur sem kjósa lag sem kemst áfram í gegnum símakosningar. Fyrir hvert atkvæði borgar fólk 100 kall. Mikið er gert úr því í sjónvarpssal og talið niður hvenær kosningunni lýkur og fólk hvatt til að halda áfram að kjósa fram á síðustu mínútu því það sé svo mjótt á munum. Í raun er það þó þannig að úrslitin eru löngu ráðin og þau atkvæði sem berast 10 mínútum áður en símakosningunni formlegar lýkur hafa engin áhrif. Umslagið með úrslitunum er löngu komið í salinn og því er það fólk sem er að hringja eftir það að fleygja 100 köllunum sínum beint í Símann. Fussum svei segi ég nú bara. Eins gott að ég á aldrei nóga inneign til að hringja svona símtöl, því þá yrði ég nú fyrst brjáluð!
Athugasemdir
Thetta er skandall!
solrun (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:22
Veit, er að spá í að skrifa í Velvakanda!
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 5.11.2007 kl. 12:30
Oj!!
Stína (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:38
Þetta hlýtur nú barasta að vera ólöglegt þar sem þú borgar 100kr fyrir "vöru" sem þú færð svo í raun ekki! Og það Ríkissjónvarpið sjálft sem gerir svona lagað, ég er svo aldeilis hissa!
Kristrún (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.