Þá er maður orðinn árinu eldri, nokkrum hrukkum ríkari en nokkrum æskublóma fátækari. Ég get alveg viðurkennt það að mér þykir ekkert skemmtilegt að eldast. Mig langar alltaf að vera ung. Ef ég væri rík og aðeins firrtari væri ég örugglega búin að fá mér bótox.
Áttaði mig reyndar á því í gærkvöldi að það er ekki allt fengið með æskunni. Þegar ég og litlu systkinin þræddum Airwaves staðinu í gærkvöldi var 18 ára bróðir minn hálfgerð taugahrúga yfir því að vera stoppaður í dyrunum. Þau voru búin að undirbúa leikþátt þar sem þau ætluðu að þykjast vera tvíburar en hann hefði gleymt skilríkjunum. Þá rifjaðist upp fyrir mér það taugastríð sem maður átti í á yngri árum yfir því að komast inn á staði. Ég reyndi einu sinni að komast í Sjallann áður en ég varð 18 ára, var auðvitað stoppuð í dyrunum og gat reyndar að suðað mér inn þar sem aðeins 2 mánuðir voru í afmælið, en með þeim orðum að ég ætti aldrei að gera þetta aftur. Það sama var um Karólínu, hve maður hataðist við Vigni eigandann. Fannst hann ógeðslega ósanngjarn að leyfa manni ekki að vera fullur 17 ára á staðnum hans. Þvílíkt óréttlæti sem manni fannst maður verða fyrir. Ofsóknir nánanst.
Nú má ég hins vegar allt og það er alls ekki svo leiðinlegt!
Athugasemdir
Það er nú ekki alveg rétt, þú mátt ekki verða annari mannsekju að bana til dæmis. Þá máttu ekki aka bifreið eða annarskonar ökutækjum undir áhrifum efna sem geta haft áhrif á hæfni þína til aksturs þeirra. Svo mætti lengi telja.
Jói (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 10:38
Alltaf þú eitthvað að skemma stemninguna :(
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 18.10.2007 kl. 10:41
Til hamingju með fölnaðan æskuljóma og fleiri hrukkur:)
Hrund (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 14:27
Best að við sendum þér kveðju hér líka svo alþjóð geti séð að við gleymym ekki ,,gömlu frænku á hverfis"..........til hamingju með daginn!! ;)
AMJ og JHJ
Agla (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 15:07
Þýðir sumsé ekki að óska þér til hamingju með afmælið... Það er orðið helvíti hart þegar fortíðarþráin er orðin það mikil að það er jafnvel sjarmi yfir Vigni. Reyndar hefur mín afstaða til hans mildast líka. Skil kallinn betur að hafa agnúast yfir því að við krakkarnir héngum þarna heilu og hálfu dagana með því að kaupa sér einn kaffi á 150 krónur.
Ég ætla samt að láta vaða: TIL HAMINGJU MEÐ AMMÆLIÐ GAMLA!!!
Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:22
Til hamingju með afmælið :)
Hugrún Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:26
Ég segi samt til hamingju med afmælid, thú verdur nú bara glæsilegri med árunum:-)
Laufey (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 21:43
Til lukku með gærdaginn :o)
Halla Hrund Skúladóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 20:40
Til hamingju með afmælið. Þú veist að flestar konur verða fallegri með aldrinum
Þorgerður (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:57
Best eg oski ther enn og aftur til hamingju med aldurinn! Um ad gera ad hafa hamingjuoskir minar skjalfestar sem vidast. Njottu manudagsins
Solrun (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 12:00
Takk allir fyrir kveðjurnar :)
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 23.10.2007 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.