
Þá er tónlistarhátíðin Airwaves að ganga í garð í kvöld. Í fyrsta skipti sem þessi hátíð hefur verið haldin hef ég keypt mér aðgang að öllum viðburðum hennar. Það verður þó að viðurkennast að ég er ekkert sérlega vel að mér um margar þessara hljómsveita (sbr. færslu forheimskunar hér að neðan) en ætla þó að reyna að sjá og heyra sem mest. Litli bróðir kemur frá Akureyri til að fara á þetta dót og maður reynir bara að fylgja honum, þ.e. ef hann vill sjást með kellingunni. Kvíði samt mest biðröðunum, hef heyrt að þær geti verið slæmar. Eins og þeir sem til þekkja vita, þá stend ég ekki í biðröð, það er bara niðurlægjandi og leiðinlegt. Ég hef komið mér upp því systemi að fara bara á staði sem eru ekki nógu hip og kúl til að fólk þurfi að standa í röð. Ætli ég verði þá ekki bara að finna mér einhverjar hljómsveitir sem eru að spila sem eru ekkert hip og kúl og enginn nennir að hlusta á og því engin biðröð. Spurning hvað hip og kúli bróðirinn segir við því.
Athugasemdir
ohh öfunda þig! Vildi að ég væri að fara að standa í hip og kúl röð um allan bæ hehe. Gerðu bara eins og Þura og Sóla og hringdu og segðu að þú sért fréttamaður og láttu senda þér fréttamannapassa þannig að þú komist alltaf framfyrir í röðinni!
knús sæta
Kristrún (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 14:12
Hvað er hálftíma biðröð fyrir góða tónlist? Þetta eru annars konar biðraðir heldur en þessar horror reykjavíkurhipogkúlbiðraðir... hugsaðu bara um það að biðraðirnar sem eru fyrir framan tónleikastaðina eru ábyggilega jafnlangar og þær sem ég bíð í til að geta borgað á kassa í súpermarkað....
Habbý (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 05:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.