Tuð

Nú ætla ég aðeins að tuða.  Er ótrúlega hneiksluð og pirruð yfir þeirri ömurlegu hugmynd Björgólfs eldri og Björgólfs jr. að reisa enn eina verslunarmiðstöðina í Reykjavík og það í miðbænum.  Mér finnst alltaf verið að ræða um hvað þurfi að fá meira líf í miðbæinn svona eins og í útlöndum.  Hef nú komið til nokkurra útlanda og þar er einmitt miðbærinn oftast með göngugötu og fullt af búðum og kaffihúsum en ekki eitt hús þar sem öllu er hrúgað á sama stað.  Ég hélt líka að það væru flestir sammála um það að miðbær Reykjavíkur hefði yfir sér sérstakan sjarma með öllum gömlu og litlu húsunum.  Svona lítil, sæt kofabyggð.  Nú vilja þeir millafeðgar rífa fullt af húsum til að reisa enn einn klumpinn svo úthverfafólkið nenni að koma niður í bæ og eyða þar fullt af peningum. 

Fyrir utan hvað þetta mun verða ljótt og úthverfalegt þá finnst mér líka persónulega frekar leiðinlegt að fara í verslunarmiðstöðvar.  Hef rætt þetta við marga og flestir eru mér sammála að þeim líði ekkert sérstaklega vel í t.d. Kringlunni.  Maður þarf að vera sérstaklega vel stemmdur til að missa ekki vitið innan um allt þetta fólk sem treðst áfram í einhverri verslunarvímu. 

Kannski er ég heldur íhaldssöm að þessu leyti að langa að halda í það sem fyrir er en mér finnst alveg óþarfi að gera alla hluta Reykjavíkur nákvæmlega eins.  Steypuklumparnir eru ágætir í sjálfu sér en það er líka nauðsynlegt að leyfa bárujárnskofunum að njóta sín þar sem þeir eru svo hægt sé að átta sig almennilega á því hvort maður sér staddur niðri í miðbæ eða Smárahverfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ég er SVO sammála þér, Anna Þorbjörg. Ég fer ekki í Kringluna eða Smáralindina nema í ýtrustu neyð en rölti hins vegar oft í bæinn til að gera ekkert sérstakt. Mér finnst bara hrikalegt að einhverjir auðmenn og verktakar fái að ráða skipulagi í einum elsta hluta borgarinnar. Þeir megi kaupa hvaða hús sem er til að rífa þau og byggja svo hvað sem þeir vilja í staðinn! Það er náttúrlega eitthvað að í stjórnsýslu borgarinnar...

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 20.9.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Takk fyrir það, gaman að heyra að ég er ekki ein!

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 20.9.2007 kl. 10:26

3 identicon

Mig langar að vita hvort búið er að birta  teikningar eða hugmyndir varðandi hvernig að þessu verði staðið? Ég  bíð með að gera upp hug minn fyrr en slík plön liggja fyrir. 

Ég ekki bundinn neinni fortíðarþrá varðandi kofaskræfla með bárujárni. Þetta eru hús sem voru byggð útfrá skorti á sínum, ekki fagurfræði, eru komin á tíma og því ber að rífa þá. Eins finn ég ekki til þess að þurfa að gubba í hvert sinn sem ég stíg inní kringluna. Finnst meira að segja rýmra um mig þar en að harka niður Laugarveginn í rigningu á móti umferð! 

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 12:15

4 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Djöfull ert þú eitthvað leiðinlegur Bjarki, þú átt að vera sammála mér á mínu bloggi!

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 20.9.2007 kl. 12:22

5 identicon

Fyrirgefðu Anna, vaknaði eitthvað illa í morgun og ákvað því að láta það bitna á öðrum. Ég er búinn að vera að flakka á milli bloggsíðna með upphrópunum og níðum síðan klukkan níu. Þú varst bara fyrir í þessu áhlaupi. Ég biðst fyrirgefningar á orðum mínum. Þau voru ekki ætluð til að særa...

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 12:45

6 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Ég fyrirgef!

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 20.9.2007 kl. 13:10

7 identicon

Ég skal vera sammála Bjarka, skil ekki hvað er svona slæmt við Kringluna, mér líður vanalega helvíti vel þar, alla vega ef ég á einhvern aur. Það eina sem hefur haldið mér frá henni er að það tók óþarflega langan tíma að hjóla þangað. Svo er lítið að sækja í verslunargötu ef það eru nánast bara kellingabúðir þar!

 Annars er ég sammála Önnu, miðbærin er huggulegur, mér finnst hús byggð út frá skorti falleg og nútímahús byggð til að berast á, ljót.

Sólrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 14:34

8 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Það eru sko fullt af kúlbúðum á Laugavegi fröken Sólrún!  Svo er fullt af kaffihúsum og svona, voða menningarlegt.  Síðan er þar að finna menningarsetrið Bónus og að ónefndum öllum börunum.  Held að þú ættir bara að fara á Kringlukrána þegar þú kemur um helgina fyrst þér finnst svona gaman í Kringlunni.  Pant ekki að koma með!

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 20.9.2007 kl. 15:16

9 identicon

Anna mín ég er alveg sammála þér. Það er til nóg af verslunarmiðstöðum og auðvelt að plamma þeim niður hvar sem er og þessi ultramodernismi stangast oft á við nánasta umhverfi. Kannski standast húsin í miðbænum ekki þau hefðbundnu fagurfræðileg sjónarmið en það þýðir samt ekki að þau séu ekki þess virði að viðhalda. Er þetta ekki eins og með fátækramat fyrri tíma sem þykir nú til dags hið mesta góðgæti. Eru þessi hús ekki góðgæti Reykjavíkurborgar?

Habby (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 01:40

10 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Siggi; Bílastæði, oj, það er verra en verslunarmiðstöð.  Garður, hljómar mun betur

Habbý; Gaman að heyra frá þér!  Tek nú mikið mark á þínum fagurfræðilegum sjónarmiðum, verandi listamaður og það allt!  Finnst húsin í miðbænum nú þau fallegustu í allri borginni, en það er kannski bara ég. Eru sko sannarlega góðgæti Reykjavíkurborgar

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 21.9.2007 kl. 08:28

11 identicon

Heyr heyr!!! Meiri ansk vitleysan að reisa enn eina versl.miðstöð! Reykjavíkurborg er á hraðri niðurleið!

Heiða H (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:01

12 identicon

Ég persónuelega elska að labba upp og niður Laugarveginn og sjá fólkið á labbi en man samt að stundum vantaði mig áfangastað á þessu rölti mínu þar sem ekki var mikið úrvalið. Ég HATA Kringluna og fæ svitaköst af völdum félagsfælni þarna inni en líður þó pínulítið betur í Smáratyppinu. Mér finnst að fólkið sem býr í borginni mætti hafa aðeins meiri áfhrif á framgang mála. Ég er hrædd um að miðbærinn muni missa sjarmann ef á að byggja stóra verslunarmiðstöð þar, finnst frekar að ætti að reyna að bæta Laugarveginn  með einhverjum skemmtilegum búðum og setja svo af stað einhversskonar auglýsingaherferð til´að fá fólk til að vilja koma þangað. Og varðandi kofana þá finnst mér pínu skömm að rífa þá alla en finnst samt að maður megi ekki staðan algjörlga og halda í hús sem eru í raun langt frá því að vera íbúðarhæf. Góð umræða annars :)

Kristrún (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 12:59

13 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Ég lofa KRistrún, búðaúrvalið hefur stórbæst eftir að þú fluttir úr borginni.  Fullt af flottum búðum, skal fara með þér í skoðunarferð þegar þú kemur! 

ER sammála þér, Smáratyppið er mun betra en Kringlan, minni svitaköst þar

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 21.9.2007 kl. 13:07

14 identicon

Getur nokkud verid ad tid vinkonurnar séud á komnar á overgansalderen???????Øll tessi svitakøst

Annars er ég alveg samála tér Anna mín.............

Frida frænka (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:28

15 identicon

sammála

Frida frænka (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband