Það verður að segjast að ekki fer mikið fyrir heilsusamlegu líferni á mínu heimili. Því var það hressandi þegar við systur, Stína og Palli fórum í TBR og fórum í badminton í gærkvöldi. Eins og áður hefur hér komið fram er það eina íþróttin sem ég er ekki sjúklega léleg í. Því var gaman að smassa í Stínu og svona og þurfa að kenna þeim skötuhjúum reglurnar. Dagný litla syss er einnig fyrrum badmintonstjarna (eða svona þið vitið, æft og þannig) og því vorum við gott badminton kombó. Markmið mitt er því að spila bara við fólk sem er lélegra en ég, það er svo gott fyrir egóið. Skítt með það að manni fari ekkert fram. Þetta er eitthvað sem meiri áhersla ætti að vera í ungmennastarfinu, svona til að peppa liðið upp í stað þess að brjóta alla niður!
Athugasemdir
Sammála, enda hætti ég fljótt í badminton þegar ég var færð upp um flokk og þurfti að keppa við fólk sem var mér mun betra. Hafði lítið gaman af því. Best var þegar ég ein hafði náð tökum á uppgjöfinni á mínu byrjendanámskeiði, og þurfti sem minnst að hafa fyrir sigrinum. Svo lá leiðin bara niður á við.
Sólrún (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.