Harry Potter

harryEr nýbúin að fá nýjustu Harry Potter afurðina í mínar hendur.  Er komin aðeins af stað og get ekki að því gert að ég er skíthrædd.  Á þetta að vera barnabók?  Þori varla að halda áfram, þetta er allt svo agalegt.

Fór líka á Harry Potter 5 í bíó um síðustu helgi.  Þar var fullt af litlum krökkum sem spurðu foreldra sína í gríð og erg; hvað var hann að segja núna?  Sú mynd er einmitt bönnuð yngri en 10 ára held ég.  Þessi kríli voru ekki degi eldri en 7 ára.  Get lofað ykkur því að einhver þeirra fá martraðir.  Krakkar verða auðveldlega hræddir.  Veit ég það af eigin reynslu.  Ég laumaðist til að horfa á Ghost Busters þegar ég var held ég svona 6 eða 7 en sú mynd var einmitt bönnuð yngri en 12 ára.  Því sá ég mjög mikið eftir þegar ég fór að fá martraðir með græna kallinum sem sveif í draumnum um allt herbergið mitt.  Og það var gamanmynd!  Ímyndið ykkur aumingjans greyin að dreyma Voldemort allar nætur?

Eigið annars góða helgigræni

 P.s. Er skelfilega rangt að mér finnst Harry Potter hott?  Ég veit að hann er 16 eða eitthvað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó jesús! Þú ert svoooo fyndin!!!!  :)

Harry Hotter...ég verð ekki eldri!

Hrund (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 13:52

2 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Harry Hotter; hljómar eins og nafn á klámmynd byggðri á sögum um galdrastrákin

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 10.8.2007 kl. 14:01

3 identicon

hahaha!! :) Ég held reyndar að leikarinn sé nú eitthvað eldri en 16 ára. Ég sá einmitt trailerinn og sá að hann er ansi breyttur.

ég sá annars allar myndir sem voru sýndar í sjónvarpinu þegar ég var lítil og þar á meðal Ghost Busters og man ekki eftir að hafa verið hrædd en ég var mjög hrædd við einhverja íslenska draugamynd sem hét Húsið, hefuru séð hana? Einu sinni sá ég svo stríðsmynd þar sem keyrt var yfir mann upp að mitti á skriðdreka! þá fékk ég aldeilis martraðir.

Kristrún (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 17:41

4 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Ég var og er nú mikið kjúklingahjarta og þarf ekki mikið til að hræða það, þó ég sé reyndar ekki hrædd við Ghost busters lengur.  Man ekki eftir Húsinu en þoli ekki stríðsmyndir, get ekki skilið hvað er skemmtilegt við að sjá svona ógeðslega hluti og þá sem hafa gerst í alvörunni.  Hryllingsmyndir eru betra stöff því það er bara eitthvað bull.

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 13.8.2007 kl. 09:17

5 identicon

Hvað meinaru, hryllingsmyndir eru alveg pointless ógeð, en stríðsmyndir eru alla vega að segja sögu, þær eru náttlega eins misjafnar eins og þær eru margar, en ef þær eru í alvörunni sögulegar er ágætt fyrir fólk að gera sér grein fyrir því hvernig stríð eru.

 Annars er ég meira kjúklíngahjarta held ég en þú, ég þoli bara ekki að horfa á neitt ofbeldi,  meika það ekki, þó það sé leikið. Nema City of God, það var þó alla vega point í þeirri mynd!

Sólrún (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 11:04

6 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Veit að þú þolir ekki neitt vinan, sem mér finnst bara allt í lagi.  Það er hálfsúrt að maður horfi á einhvern viðbjóð án þess að blikka auga.  Fíla sko alveg stríðsmyndir nema bardagaatriðin, þau spóla ég oftast bara yfir ...

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 13.8.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband