Um ţessar mundir ríkir hin mikla gúrkutíđ í fjölmiđlum. Oft er nú bara gaman ađ svoleiđis ţví ţá koma alls kyns skemmtilegar fréttir sem annars myndu aldrei líta dagsins ljós. Fannst ţó í gćr ansi skrítin frétt um skýjafar á Suđurlandi. Ţađ ţótti fréttnćmt ađ skýin ţar hefđu veriđ í laginu eins og geimskip. Kannski skemmtilegt ađ sjá svoleiđis međ berum augum en spurning hvers mikiđ stuđ ţađ er ađ sjá ţađ í fréttatímanum.
Annars finnst mér skrítiđ ađ fréttamenn nýti sér ekki gúrkuna í ađ hafa alvöru fréttir, um eitthvađ sem máli skiptir. Held ađ ţađ sé alveg af nógu ađ taka enda alls stađar veriđ ađ há stríđ sem viđ höfum lítinn skilning á. Einhvern vegin erum viđ ţó orđin ónćm og áhugalaus um ţađ sem gerist í fátćkari hlutum heimsins og kjósum ţví frekar fá krúttlegar fréttir af skýjum.
Flokkur: Bloggar | 28.6.2007 | 11:53 (breytt kl. 14:21) | Facebook
Athugasemdir
En Anna! Í alvöru! Í sama fréttatíma var frétt um götu sem í bjuggu ţrennir tvíburar. Ţá ţótti mér nú skýjafréttin hreinlega ćsispennandi í kjölfariđ. Ég meig nćstum á mig af geđshrćringu yfir formunum á himninum. Í samanburđi viđ tvíbbana allavega......
Allý (IP-tala skráđ) 28.6.2007 kl. 14:16
Já, ţađ er rétt, sá bara ekki tvíbbafréttina nema í yfirlitinu. Greinilega allt ađ gerast á fréttastofunni
Anna Ţorbjörg Jónasdóttir, 28.6.2007 kl. 14:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.