Á morgun verður reykingafólk gert útlægt af kaffihúsum, börum og veitingahúsum. Þar sem mér þykir skemmtilegt að anda að mér nikótíni í formi sígarettu við sérstök tilefni (sem sé þá sjaldan maður lyftir sér upp) notaði ég gærkvöldið í að draga að mér óþverran innandyra í síðasta sinn. Á öldurhúsinu sat allt um kring fólk sem púaði eins og enginn væri morgundagurinn enda það svo sem ekki svo fjarri lagi. Sumir voru búnir að byrgja sig upp af rettum og keðjureyktu með tár í hvarmi og kvöddu þennan góða vin sem er þó samt svo vondur. Þó ég ætli nú ekki að gerast neinn talsmaður reykinga á ég nú samt eftir að sakna þess að geta notið þeirra þegar ég sjálf kýs svo. Gott verður þó að sleppa við óbeinu reykingarnar þá daga sem ég kýs ekki sjálf að draga að mér nikótín með beinum hætti. Ég er því ekki sérstaklega klökk yfir að fá aldrei aftur að reykja á almannafæri innandyra.
Ég ætla hins vegar að benda ykkur á að ekki er allt jákvætt að losna við reykinn af skemmtistöðunum. Reykurinn er nefnilega afar góður til að fela annars konar fnyk. Drukknu fólki fylgir nefnilega mikill óþefur. Prumpulyktin mun nú fá að grassera um óáreitt um bari landsins. Verið því viðbúin annars konar fýlu sem vissulega mun ekki hafa áhrif á lungnastarfsemi en engu að síður er afar hvimleið.
Athugasemdir
Tad er hægt ad venja sig vid allann andsk Eg get bara ekki skilid af hverju veitingastadir fá ekki ad ráda hvort reykt sé.Tad er ad verda allt of mikid af bodum og bønnum.Fólk hlýtur ad ráda tví sjálft hvort tad vilji drepa sig á reyk eda hvad med áfengid?Er ekki best ad banna tad á børum,tá hætta allir ad drekka og ríkid fer á hausinn.Ætla ad skreppa út og fá mér eina rettu og hvítvíneg má nefnilega en reykja og drekka í mínum eginn gardi,en tad á sennilega eftir ad breytast
Frída frænka (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:02
Ég fagna innilega þessu reykingabanni því ekki tekur reykingafólk tillit til þeirra sem er annt um sín eigin lungu. Mér er reyndar á móti boðum og bönnum en þetta bann verndar saklaust fólk frá því að fá krabbamein af völdum þeirra sem hafa valið að menga eigin kropp. Fólki er ekki bannað að reykja sem er mikilvægt að muna. því er bara bannað að drepa aðra í leiðinni!!!! Fólk má að mínu mati gera hvað það sem það vill á meðan það skaðar ekki aðra. Frank minn er reykingamaður en myndi aldrei reykja í návist minni sem ég ber virðingu fyrir og er því ekki að böggast í honum yfir reykingunum.
Framför á Íslandinu góða :) Til hamingju Ísland! Nú býð ég bara eftir því að þessi dásemdardagur renni upp hérna í Danmörku ;)
Kristrún (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:29
Það eru um 20 manns á ári hérna í Danmörku sem deyja af völdum óbeinna reykinga. Er það ekki 20 of margir?? Þá er prumpufnykurinn skárri! Er ekki hægt að spreyja einhverju á þessa staði sem drepu skítalyktina?
Kristrún (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:32
Hvad med meingun frá bílum,flugvélum.Sprey eru ekki heldur neitt náttúuvernarleg,hvad med ilmvøtn,svitaeydir og tala ekki um tesi ógedslegu sprey sem fólkid údar á sig dag eftir dag,hárlak,flugnasprey.Ef vid eigum ad birja ad spreyja veitingastadinna fyrir prumpfýlu,tá held ég ad
fleyri deyji,en úr ´obeinum reykinga
Frída frænka (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:11
Það eru greinilega skiptar skoðanir um þetta mál. En hvað sem fólki finnst er sígarettan í mikilli útrýmingarhættu og eflaust mun tóbak verða bannað einhvern tíma á næstu áratugum og þá mun enginn deyja úr óbeinum eða beinum reykingum en allir úr öðrum sívaxandi heilsufarssjúkdómi; offitu
Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 1.6.2007 kl. 08:38
haha já við verðum greinilega bara að lifa með prumpulyktinni og drekka þeim mun meira þannig að manni sé nú alveg sama. Er alveg sammála því að það er alltof mikil mengun frá bílum og mér finnst Akureyringar sérstaklega slæmir í þessu máli því þeir keyra ALLT og ef maður á ekki bíl þá er nú barasta eitthvað að manni. Ég hef sjálf ekki átt bíl í ca10 ár og er nokkuð sátt með sjálfa mig. Finnst að fleiri ættu að nota almenningssamgöngurnar meira.
Kristrún (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 13:19
Já, ég man er ég var lítil stúlka á leid í barnaskóla Ìsalnds,tá voru græn tún nordan vid Menntaskólann,en nú eru tetta malbikud bílastædi.Hér í Danmark eru túsund vís af hjólum vid Háskólana og mjøg fáir bílar.
Akureyringar og Ìslendingar eiga ad ég held met Luxuspromlamer
Frída frænka (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.