Óvinur einkabílsins

hjólaReiðhjólið þykir á Íslandi ekki raunhæfur ferðarmáti nema rétt svona til heilsuræktar.  Það hefur berlega komið í ljós að ef maður ferðast um á hjóli þá heldur fólk er maður sé í megrun.  Ég veit ekki hvað það hafa margir spurt mig síðustu daga hvort ég sé í átaki af því að ég hjóla í vinnuna.  Engum virðist detta í hug að ég eigi ekki bíl og þess vegna hjóla ég, einhvern veginn verð ég að komast á milli staða.  Þar sem ég er frekar á móti megrunum þykirmér afar leiðinlegt ef allir sem sjá mig spýtast um á hjólhestinum haldi að ég sé bara að hjóla til að megrast.  Ef það væri þó raunin væri þetta reyndar frekar misheppnaður megrunarkúr.  Einhvern veginn efast ég um að þær 8 mínútur eða svo sem það tekur að rúlla í vinnuna hafi mikil áhrif á spik.

Ég er annnars yfirleitt frekar pirruð á bílum.  Ég man eftir einhverjum félagsskap Sjálfstæðisflokksdrengja sem kölluðust Vinir einkabílsins.  Ef ég ætti að stofna einhver samtök væri þau Óvinir einkabílsins.  Mér finnst óþolandi hvað það eru margir bílar í þessari litlu borg.  Miðað við öll umferðamannvirkin í Reykjavík mætti halda að við byggjum í milljónaborg.  Þegar ég ber umferðina saman við Uppsala, sem er töluvert stærri en Reykjavík, mætti halda að verið væri að bera saman Grenivík og New York og þá er Reykjavík í hlutverki Jórvíkur. 

Augljós mengunaráhrif bíla finnst mér þó vera það sem gerir mig mest mótfallna þessum farartækjum.  Verð þó að viðurkenna að önnur ástæða er fyrir því að mér er illa við einkabíla og alla þá umferð sem þeir skapa.  Ég er í stanslausri hættu að keyrt verði á mig.  Þetta hefur orðið til þess að ég hef íhugað að kaupa mér hjálm.  Það er ekki pæjulegt að vera með þess háttar höfuðfat og ég sem er alltaf reynandi að vera svoleiðis.  Minnkið því að keyra, þó það væri ekki nema bara til að forða mér frá hjálmahári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ skvísa, gaman að fylgjast með þér hérna á moggabloggi;) Vildi bara segja þér að ég er svo innilega sammála þér með alla helv.... bílana í rvk....fáranlegt hvað það eru margir bílar í þessari "litlu" borg á hjara veraldar....og í sambandi við hjólin þá er sko bara kúl að vera á hjóli...mæli samt með hjálmi stelpa...hef nefnilega lent í því að fá bíl á mig á Skothúsveginum:-/ haltu áfram að vera dugleg að blogga;)

Heiða Hannesar (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 20:48

2 identicon

Ó já! Þarna hittiru naglan á höfuðið! Það er ómögulegt að hjóla í þessari blessuðu borg. Og bíddu eftir sumrinu, þá fyrst verður þetta skemmtilegt, skurðir og hellur í hrúgum út um allt, maður þarf stundum að bera hjólið á öxlinni til að komast í vinnnuna. Óþolandi, svo er maður bara stoppaður af löggunni þegar maður í pirringi sínum lendir í því að svína óvart á henni. Lenti í því þar seinasta sumar, löggan skammaði mig úti í vegakannti meðan allir vinnufélagarnir óku framhjá og hlógu að mér, ég sem var bara að reyna að komast leiðar minnar án þess að eyðileggja framtíð afkomenda minna í leiðinni!

Sólrún (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Já Heiða, verð að vara mig á Skothúsveginum en ég hjóla hann 2x á dag. Varð nú fyrir bíl í Svíþjóð í fyrra sumar en það hræddi mig nú ekki nóg til að ég fengi mér hjálm.  En kannski þegar sumarið verður almennilega komið með enn meiri kaós að ég láti verða af því.

Sólrún, góð saga þó ég geti ímyndað mér pirringinn sem þetta hefur skapað.  Yrði mjög pirri pú ef ég yrði skömmuð á hjólinu fyrir að svína á einhvern bíl, ´þó hann væri löggubíll

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 30.5.2007 kl. 08:54

4 identicon

Fádu tér HJÀLM í hvelli stelpa.Tú ferd ekki hjálmlaus á hestbak og ekki er sídur hættulegt ad hjóla hjálmlaus.Ìslendingar ættu ad taka Dani sér til fyrirmyndar med hjólreidastíga,hér hefur hjólakólkid líka alltaf réttinn og vid tessir aumingja bílstjórar meigum bara vara okkur.

Flottar myndir.Asya hefur fengid ad fara á hestbak og er ég forvitin hvort tú hafir drifid tig á bak med henni?????

Frída frænka (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 09:22

5 identicon

Þinn nýji yfirmaður hefur nú góðan skilning á því hvernig er að nota reiðhjól sem fararmáta. Ertu ekki annars að vinna í Vesturgarði? Man ekki betur en hann Óskar hafi henst upp og niður úr Breiðholtinu á reiðhjóli þegar hann var þar forstöðumaður. Þið getið eflaust rætt þetta mal:)

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 09:24

6 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála þessari skemmtilegu færslu... ;o)

ótrúlegt að fólk hugsi ekki um hjól sem farartæki!

ekki bara er gaman að hjóla, ódýrara að hjóla, umhverfisvænna að hjóla, heilsusamlegra að hjóla heldur er maður líka í mörgum tilfellum  fljótari að hjóla en að keyra! ég legg til að þessi klúbbur verði stofnaður: óvinur einkabílsins , flott nafn og góð hugmynd.

en ég er sammála frænku þinni og Heiðu að hjálmur er málið! mér finnst ég alltaf bara svaka kúl með hjálminn, það er eins og að spenna beltið í bílnum, maður setur sig í gír til að ferðast á milli A og B! 

Þórhildur Fjóla (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 11:27

7 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Maja:  Auðvitað fór ég á hestbak.  Fór á gamla Skol en Aysu á Oddnýjar Grána.  Skolur ljúfur sem lamb að vanda.  Aysu fór svo reyndar ein í rekstur daginn eftir enda fékk hún ekki nóg með því að fara í einn skitinn reiðtúr.  Hún sagði að reksturinn hafði verið besta upplifun lífs síns. Aldeilis dramatískir þessir útlendingar sem koma hingað á hestbak.

 Sibbi:  Mikið rétt, Óskar er hér yfirmaður.  Skoraði einmitt nokkur stig með því að vera á hjóli.  Held samt að hann ráði ekki umferðinni en hann getur alla vega sýnt mér skilning...

 Þórhildur:  Æji, þessi hjálmamál, veit ekki.  Þarf að vera með allskyns hárgreiðslur sem ég get ekki verið með ef ég krem á mér hausinn með hjálm.  Ætti kannski að fara að vinna að hárgreiðsluvænum reiðhjólahjálmi eða að komast yfir eigið snobb. Spurning hvort er auðveldara

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 30.5.2007 kl. 11:47

8 identicon

Hefur ekki skapast gríðarlegur pólitískur vilji hjá meirihlutanum í Reykjavík fyrir því að auka veg hjólreiða í samgöngukerfinu? Gísli Marteinn talar um upphitaða hjólastíga og ég veit ekki hvað. Ég held að hjólreiðar séu á uppleið en betur má ef duga skal. Sjálfur keyri ég einn í vinnuna á bílnum mínum þó ég eigi mjög fínt hjól. Skrifast á letina eina:( ætla samt að taka mig á varðandi hjólið í sumar. Ég er samt sammála þér varðandi bílismann, hann er yfirgengilegur!

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 10:44

9 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Viljinn kannski alveg fyrir hendi hjá borgaryfirvöldum að einhverju leyti en það er svo sem takmarkað sem þau geta gert til að bæta t.d. leiðina fyrir mig í vinnuna, nema auðvitað búa til sérstakan hjólastig hliðina á skothússtígnum sem nú þegar er afar þröngur. Veit ekki hvað annað er hægt að gera en banna´fólki að keyra, það myndi ég gera ef ég væri einræðisherra.  En það þykir Gísla Marteini örugglega ekki góð hugmynd

Skora annars á þig að fara að stunda hjólreiðarnar, getur undirbúið þig fyrir Danmerkurlífið, ferð varla að keyra bíl þar eða hvað????

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 31.5.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband