Tvöfalt siðferði

Ætla að gerast málefnaleg og blogga um mína fyrstu frétt, þ.e.a.s. með svona fínan tengil á fréttina.  Þessi frétt var nú reyndar í gær svo ég er ekki efni í mikinn fréttasnáp ef þetta eru vinnubrögðin, degi eftir með fréttirnar.

Alla vega rakst ég á umfjöllun um þennan leik þar sem markmiðið er að verða góður í að nauðga á tölvuskjánum.  Að sjálfsögðu finnst mér þess háttar leikur viðbjóðslegur og ótrúlegt að einhver búi til slíkt efni og þess þá heldur langi til að spila leikinn.  Hins vegar finnst mér þessi umræða sem hefur skapast um þennan tiltekna leik áhugaverð þar sem í áraraðir hafa verið til leikir þar sem fólk er tekið af lífi með grimmilegum aðferðum án þess að það valdi sérstakri hneikslan.  Nú þykir það meiri og alvarlegri glæpur samkvæmt lögum að drepa mann en nauðga svo mér finnst því að ef það ætti að banna leiki sem ganga út á kynferðisglæpi þyrfti líka að banna ofbeldisleiki. 

Mér þykir að svona tvískinnungur sýna afar vel hversu dofin við verðum smám saman fyrir því sem er að gerast í samfélaginu ef fyrir því hefur skapast ákveðin hefð.  Dæmi um þetta er auðvitað líka viðhorf til kláms.  Nú þykir t.d. allt í lagi að hafa klámblöð í öllum hillum verslana en það þætti vafalaust ósmekklegt ef boðið væri upp á tímarit um hvernig væri best og skemmtilegast að limlesta fólk.  Kannski ekki nákvæmlega það sama en mér finnst það þó að einhverju leiti sambærilegt.


mbl.is "Afar ósmekklegur leikur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Áhugaverð pæling ... vaninn er einstaklega sterkt sálfræðilegt afl.

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 11:48

2 identicon

Gæti thetta tengst thvi ad að drepa fólk í svona leikjum er mjög oft gert í stríðsleikjum eða að drepa vondakarlinn leikjum þannig að í raun ertu kannski stundum good guys.. eða a.m.k er stundum litið svo á að að drepa fólk sé í lagi í sjálfsvörn og svo síka í stríði... en að nauðga konu er ekki sjálfsvörn... og getur aldrei verið réttlætanleg hegðun...

Thorhildur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 12:10

3 Smámynd: Anna Þorbjörg Jónasdóttir

Já Þórhildur, það er auðvitað möguleiki.  Hef svo sem varla spilað aðra tölvuleiki en Super Mario og þá hoppar maður bara á skjaldbökur og borðar sveppi svo ég er kannski ekki dómbær.  Finnst reyndar þegar ég hugsa um það dálítið brútal og óþarfi að vera hoppa á skjaldbökugreyin. 

Held samt að í mörgum þessara ofbeldisleikja sé um hreina bardaga að ræða án nokkurs stríðs.  Einnig man ég eftir leik þar sem vændiskonur voru drepnar eftir mök.  Reyndar var dálítil umræða um þann leik.

Vildi gjarna heyra hvað tölvuleikjafróðir menn hafa um þennan punkt þinn að segja

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, 25.5.2007 kl. 12:43

4 Smámynd: Þarfagreinir

Nú eru liðin nokkur ár frá því að ég hætti að spila tölvuleiki, og hef bara fylgst með þróununni úr fjarlægð síðan .... en það er nokkuð til í því að oftast er maður að leika hetju í tölvuleikjum. Hins vegar er það tiltölulega nýlegt trend að skotið hafa upp kollinum leikir þar sem maður er í hlutverki vonda kallsins - leikurinn þar sem hægt er að drepa vændiskonur heitir GTA (Grand Theft Auto), og er líklega þekktastur þeirra - þar leikur maður skúrk sem er frjálst að drepa hvern sem er. Reyndar er það heil leikjasería, en það er aukaatriði.

Ég er ekki viss um að leikir af þessu tagi séu hollir, og tilvist þeirra er vissulega áhyggjuefni. Hið sama gildir um þessa nauðgunarleiki (þeir eru víst fleiri en bara þessi sem verið er að fjalla um) - ég get ekki ímyndað mér að neinn heilbrigður einstaklingur hafi áhuga á að spila hann. En hvort það á að banna þetta ... það er annar handleggur. Ég segi hiklaust já við að banna börnum að spila nauðgunarleik ... en hins vegar er það tilfellið með öll svona boð og bönn, að það eru einungis foreldrarnir sem eru í aðstöðu til að fylgja þeim almennilega eftir. Foreldrar verða að vera meðvitaðir um hvað börnin þeirra eru að gera í tölvunum, og setja skýrar reglur. Að varpa ábyrgðinni yfir á ríkisvaldið eða löggæslu er kjánalegt í besta falli.

Varðandi það hvort leikir af þessum toga geti hvatt menn til að nauðga ... þá er það afskaplega grátt svæði. Mér finnst að með að gera ráð fyrir því sjálfkrafa og banna út frá því sé verið að setja mjög hættulegt fordæmi. Á þá að banna slæmar hugsanir líka?  Það er afskaplega einfeldningsleg leið til að bæta samfélagið að banna alla hugsanlega skaðvalda í umhverfinu og búast svo við að þá verði allir góðir ...

Þarfagreinir, 25.5.2007 kl. 12:58

5 identicon

Tjah um þetta talað þá er þetta mjög svipað leikjunum GTA (Grand Theft Auto)
Sem margir kannast við jú hann er með stimpilinn 18. Sá leikur gengur út á að
drepa,stela bílum,ræna banka og svo framvegis. En í honum geturu labbað um Göturnar og lamið fólk í honum eða skotið það fer bara eftir hvaða vopn þú ert með þú getur meðal annars fengið þér vændiskonur sem segir að leikurinn sé klámfenginn. Áttum okkur á því að þessir leikir eru seldir í búðum , þessi "Rapelay" er kannski ekki kominn í búðir og endar ábyggilega ekki þar , þá er ekki hægt að bann neinn leik sem gengur út á að nauðga konum , nema með að banna þessa leiki eins og GTA,Hitman þar sem þú leikur leigumorðingja og svo framvegis.

Ég auðvita er á móti nauðgunum og öllu því saman.

Og að lokum . Það er ekki HÆGT að kalla þetta nauðgunar þjálfun.

Fannar Ingi (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:04

6 identicon

Þetta er nákvæmlega tvöfallt siðgæði eins og þú segir, ef svona leikur væri bannaður á meðan leikir með morðum eru látnir eiga sig. Annars er þetta langtímaverkefni fyrir Vinstri Græna sem dreymir víst um netlöggur og miklar skerðingar á persónufrelsi.

Stefán  

Stefán (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:27

7 Smámynd: Vilhelm Smári Ísleifsson

Fannar Ingi, þessi leikur er reyndar seldur í búðum... ekki hér á landi, en honum er dreift í pakkningu í heimalandi hans, Japan. Það er meira að segja hægt að nálgast hann af Amazon.

http://www.amazon.co.jp/gp/switch-language/product/B000EQ5IAM/ref=dp_change_lang/250-2752517-8241017?ie=UTF8&redirect=true&language=en%5FJP

Vilhelm Smári Ísleifsson, 25.5.2007 kl. 14:47

8 identicon

Það á bara að banna þetta allt sama, skítt með allt frelsistal, það hefur nóg verið gert í nafni frelsisins. Fólk hlýtur að geta lifað innihaldsríku lífi án þess að drepa og nauðga í tölvuheimum

Sólrún (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 19:14

9 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Ég held að það sé sára einföld ástæða fyrir þessu.

Við getum samsvarað okkur þeim sársauka sem nauðgun er.

Við getum ekki ímyndað okkur morð og sjáum okkur ekki sjálf, í þeim aðstæðum.

Einnig er í lagi að drepa óvin, sama hver hann er. Bara svo lengi sem að einhver hafi sett óvina merkimiða á hann.

------------------------------

Þar er t.d. ástæðan fyrir því að Grand Thef Auto skapar meiri deilur en t.d. Call of Duty (seinni heimstyrjöldin), þar sem að í GTA getur þú ráðis á venjulegan borgara en í Call of Duty eru að ráðast á fyrir-fram áhveðin óvin, óháð því hvort hann sé Ameríkani eða Austur-Þjóðverji.

------------------------------

Veit ekki hversu mörg ykkar fóru t.d. á Jackass í bíó.

Það atriði sem að sjokkeraði fólk mest, var þegar þeir voru að skera sjálfan sig með pappír.

Fól æpi og ópaði þegar þessir asnar skáru sig með A4 blaði, þó svo að í næsta atriði voru þeir að hefta á sér tunguna, láta keyra á sig osfr.

Við náum ekki að ímynda okkur sársaukan sem að láta keyra á sig skapar, en könnumst flest við sársaukan við að skera sig á blaði. Þó svo að það sé mun saklausara en hin atriðin.

------------------------------

Við erum í rauninni óttalega vitlaust skepna :)

Baldvin Mar Smárason, 26.5.2007 kl. 04:14

10 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

til Sólrúnar

Gefum okkur það að þessi leikur verði bannaður, allt gott og blessað með það.

Hvað gerir það að verkum að ég geti ekki bara farið á amazon.com og keypt hann þar.

Eða farið ða piratebay.com og sótt hann þar á nákvæmlega sama hátt og ég get sótt hann á torent.is.

Hvað mun þetta bann koma til skila :/

Að fjarlægja efni af netinu er eins og að fjarlægja hland úr vatni...

Ekki hægt, sorry...

Baldvin Mar Smárason, 26.5.2007 kl. 04:16

11 identicon

Ef að það á að leyfa allt sem gengur ílla að uppræta þá er ansi margt sem nú er bannað sem ætti að vera leyfilegt

Sólrún (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 10:19

12 identicon

jæja best að ég blandi mér í þessa umræðu sem ótrúlega góð. Ég er pínu á báðum áttum  með að banna þessa leiki því þeir eru jú allir frekar ógeðslegir og mannskemmandi. Það eru rannsóknir sem sýna að þessir leikir eru ekki góðir fyrir börn. Börn þurfa að læra að það eru afleiðingar af gerðum sínum og svona leikir kenna það ekki. Mér finnst þar af leiðandi að þessir leikir ættu að vera stranglega bannaðir börnum. Hinsvegar er ég aðeins meira í vafa með fullorðna. Mér finnst að fólk megi svosem gera það sem það vill heima hjá sér ef það bitnar ekki á öðrum, veit til dæmis ekki hvort það hafi verið gerðar rannsóknir á því hvaða áhrif svona leikir hafa á fullorðna. Ef það er hægt að sýna fram á að þetta hafi skaðleg áhrif finnst mér sjálfsagt að banna leikina. Hef samt á tilfinningunni að framleiðendurnir séu að bregðast við eftirspurn sem segir manni að það eru í raun margir sem hafa gaman að svona löguðu. Ég er samt ekki sammála  röksemdafærslunni um að það sé of erfitt að stoppa þetta og þar af leiðandi á maður bara að leyfa allt. Þetta er að mínu mati flókið mál. Ég persónulega hata tölvuleiki sem ganga út á það að njóta þess að drepa og meiða aðra og myndi aldrei spila þannig leiki.

Kristrún (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 13:43

13 identicon

Ef þið ættuð 18 ára gamlan son sem væri að velja sér tölvuleik og valið stæði á milli þessa tiltekna nauðgunarleiks eða drápsleiks, eins og t.d. Battlefield eða álíka leiks, hvorn leikinn mynduð þið vilja að hann veldi?

Án þess að ég muni nokkurn tíma mæla drápsleikjum bót, þá segi ég, sem móðir 17 ára gamals drengs, að ég þyrfti ekki að hugsa mig um eitt andartak. Þetta er hámark sorans!!

Kynbundið ofbeldi sem konur hafa í langan tíma barist fyrir að fá skilgreint sem gróft ofbeldi, ekki með miklum árangri því dómar fyrir kynferðisbrot eru til háborinnar skammar á Íslandi!!

Þorgerður (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband